Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 275
271
BÚNAÐARRIT
35. Kópasker. 1934 eru lítil hey og lítið lambalif. Þvi
jnikil slátrun. 1935 er sett mikið á af lömbum. 1936
ber mest á ormaveiki, og orsakar bún lélegt lambalíf
um vorið, — margar ær létu lömbum — og litla slátr-
un um hauslið. 1937 eru seld yfir 500 lömb á Hegg-
staðanes, og lækkar það slátrurlambatöluna. Hérað
það sem slátrar á Kópaskeri og Raufarhöfn, er mjög
jnisjafnt. Fjörujarðir eru þar nokkrar, og fé á sumum
Jjeirra ekki enn komið yfir skjögur og aðra kvilla seni
fylgja ofmikilli og einhliða notkun fjörubeitar, en á
Kópaskeri slátra líka Jjeir sem taldir eru að hafa bezt
sauðfjárland á landinu — Hólsfjöll og Möðrudals-
öræfi —. Öll Jjessi ár hefir meðaltalið vaxið jafnt og
])étt, og eru orsakirnar taldar notkun ormahjfs síð-
astu tvö árin, meiri töðugjöf og notkun fóðurbætis,
og þá aðallega sildarmjöls.
Ár Lambatala Meðalfall
1934 ................. 11806 13,70
1935 ................. 10616 13,77
1936 .................. 9847 14,05
1937 .................. 9637 14,51
1938 ................. 11147 15,07
36. Þórshöfn og tíakkafjörður. Fé er fækkað 1934
og lítið sett á af lömbum. 1935, 1936 og 1937 gengur
lungnabólga og ær drepast og aðrar láta lömbum. 1937
er lambalíf með meira móti. Meðalfallið fer hækk-
iindi og cr þakkað ormalyfi, betri mcðfcrð, sérstak-
lega meira lujst, fóðurbætisgjöf og meiri töðugjöf
og svo því, að l'leiri bændur séu nú aftur farnir
að reka til afréttar, en það hve menn ráku illa, og
margt fé því var í heimalöndum, telja menn með orsök
í því hve lömbin voru létt, og mætti segja mér, að svo
væri víðar. Bændurnir sem hér slátra eiga misgott
sauðland. Sumstaðar er fjörubeit og fjarri því að hún
sé enn rétt notuð. Ber enn á skjögii hér og þar og
öðrum kvillum stafandi af ofmikilli beit i fjörurnar.