Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 277
BÚNAÐARRIT
2 7 .‘5
]iað bæði meiri lambafjölda haustið 1938 og minni
meðalþunga en ella hefði verið. Annars er upplandið,
sem hér slátrar misjafnt til fjárræktar, og sumt af
því væri betur fallið til nautgriparæktar, enda mundi
þannig notað, ef um mjólkurmarkað væri að ræða.
Ár Lambatala Meðalfall
1934 ..................... 5016 11,29
1936 ..................... 3956 11,47
1936 .................... 3969 12,40
1937 .................... 4178 12,80
1938 .................... 5319 12,66
39. Scyðisfjörður. Hinn liáa sláturlambatala 1934
mun að einhverju leyti stafa af rekstrum af öðrum
svæðum. Óhreysti mikil var í fé þar til farið var að
gefa ormalyf, en það er fyrst 1936. Úr þvi fer heilsan
batnandi. Tvílembingar voru flestir 1934 og svo aftur
1938. Einn af þeim sem svarar mér af þessu svæði
segir: „Takmarkið við fóðrunina á að vera það, að svo
-st? farið með livern einstakling að hann geii sijnt full-
<in arð, og enginn ætti að hafa fleira fé en svo að hann
gæti fóðrað þannig. Þessi skoðun er ekki enn kom-
in inn hjá öllum, en hún er að ná til fleiri og fleiri,
og það tel ég höfuð ástæðuna til þess að meðalþungi
vlilkanna hel'ir aukizt.“
Ár Lambatala Mcðalfal!
1934 ................... 2833 11,68
1935 ................... 1773 11,92
1936 ................... 1494 13,38
1937 ................... 1806 13,18
1938 ................... 1881 13,19
40. Mjóifjörður. Dálítið er það misjafnt hverjir reka
í\ Norðfjörð og Seyðisfjörð, og hverjir ekki, og því eru
tölur um sláturfjárfjölda og meðaltöl varla samhæri-
legar, og sérstaklega ekki fyrsta árið. Hin fjögur eru
það mest eða alveg sömu menn, sem á Mjóafirði slátra.
Orsölt þess að meðaltalið er hæst 1936, er hæði mér
og þeim er svara bréfum mínum, af þessu svæði hulin.
18