Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 284
280
BUNAÐARRIT
surnar. 1938 grær svo snemma, að ær láta ekkert á-
xjá milli húsa og burðar, og lömb jwí óvenju væn. í
þessu síðasta felst jafnframt bending á leiðina, sem
hér ber að fara til að hækka íneðaltalið og fá arðinn
jneiri eftir ána. Þ. e. fara þannig mcð ána, að hún láti
ckkert ásjá milli húsa og burðar.
Ar Lambatala Meðalfall
1934 ................. 8505 11,10
1935 ................. 13025 11,50
1930 .................. 13511 12,33
1937 ................. 10209 11,54
1938 ................. 10857 12,35
Reykjavík o. fl. (Suðurland). Öllu sláturfé úr
Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringu og Kjósar-
sýslu og nokkru úr Borgarfjarðarsýslu er slátrað á
jjeim sláturstöðum sem taldir eru hér undir. Á þessu
stóra svæði er mjög misvænt fé, meðferð misjöfn,
frá svo lil algerðum útigangi Lil vetrar innstöðu,
sumarhagar misjafnir o. fl. Af þessu leiðir það, aö
fjárhöld geta verið góð og ágæt á einum liluta svæðis-
ins þó þau séu hrakleg eða afleit á öðrum hluta þess.
Sem sameiginlegar orsakir til breytinga á slátur-
fjárfjöldanum má þó nefna það, að 1933 og 1934 var
mjög mikil ormaveiki í fénu og höld því slæm og
lömb létt. Þessa gætir líka 1935, en þá þó í minni
mæli. 1937 er heyskapur lítill og því er þá slátrað
nieiri hluta af öllum lömbum, og þá er líka á hluta af
svæðinu komin mæðiveikin, og hennar vegna vex
lambaslátrunin. 1936 og 1938 má telja lambatöluna
venjulega, og þó ekki eðlilega ef miðað er við tölu
ánna, sem fóðraðar eru yfir veturinn.
Ar Lambatala Mcðalfall
1934 ................. 39877 11,47
1935 ................. 47923 12,23
1936 ................. 50869 12,88
1937 ................. 70392 11,98
1938 ................. 56160 12,58