Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 194
190
BÚNAÐARRIT
Búnaðarþing mælir með því, að Alþingi veiti fé til
minningar um æfistarf Bjarna Runólfssonar á Hólmi
í Landbroti, er verði til að halda áfram æfistarfi hans
í þágu landbúnaðarins. Telur það, að þetta mætti verða
á tvennan hátt, eftir því hvor leiðin þætti tiltækilegri:
1. Að ríkisstjórnin hlutist til um, að ekkja Bjarna
Runólfssonar fái hæfilegt verð fyrir vélaverkstæðið
í Hólmi, ásamt tilheyrandi vélum, húsum, mann-
virkjum og öðru er teljast verður nauðsynlegt.
rekstri þess, leggi ríkið fram nauðsynlegt fé í
þessu skyni, ef með þarf.
Jafnframt veiti ríkið duglegum og efnilegum
manni, er teldist full fær að stjórna og reka slíkt
A'erkstæði, þann fjárhagsstuðning, er nauðsyn
krefði til þess að hann gæti keypt það og rekið.
Stuðningur hins opinbera væri jafnframt með
sérstökum samningi bundinn þvi skilyrði, að til-
gangi stofnunarinnar verði náð samkvæmt ineð-
fylgjandi skipulagsskrá, að því er viðkemur aðal
markmiði hennar, og í honum settar tryggingar
fyrir stofnfénu, er ríkið metur gildar.
2. Að jörðin Hólmur i Landbroti verði gerð að sjálfs-
eignarstofnun, samkvæmt hréfi Valgerðar Helga-
dóttur, á grundvelli meðfylgjandi skipulagsskrár.
Jafnframt samþykkir Búnaðarþingið, að heimila
stjórn félagsins að greiða til stuðnings þvi, að slíkri
stofnun verði komið á fót kr. 3000.00 — þrjú þúsund
króna framlag í eitt skifti fyrir öll, er leggist í rekst-
ursfjársjóð, enda sé áður tryggð framtíð stofnunar-
innar, samkvæmt skipulagsskránni.
Mál nr. Í9.
Erindi Jónasar Péturssonar, héraðsráðunauts, við-
vikjandi kúadauða í Eyjafirði.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags