Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 283
BÚNAÐARRIT
279
hefir nokkur áhrif á lambaþungann, en miklum mun
minna en veðráttan að sumrinu,“ og kemur þar fram
skoðun margra, en einunkis þessi eini túlkar hana í
svörunum. En ég þekki hana af viðtölum við menn.
Mönnum þykir léttara að kenna öðrum um en sér
sjálfum, og meðan takmarkið með vetrarfóðruninni
cr bara það, að halda lífinu í ánum, þá býst ég við að
þetta geti verið rétt. En það takmark er löngu horfið
víðast um landið, og hitt komið að meira eða minna
leyli í staðinn, að fóðra þannig að arður búanna verði
sem mestur, og til þess þarf að hafa aðra skoðun, en
þá sem þarna kemur fram. Til þess þarf að hafa
fóðrunina eins og Þingeyingurinn, sem segir frá því
að í 15 ár hafi hann haft sama meðalþunga án tillits
til veðráttunnar og sumarsins, en hann hafi þurft að
eyða mismiklu í ærnar að vetrinum og vorinu til þess
að ná því takmarki.
Ár Lambatala Me'ðalfall
1937 .................... 5840 12,53
1938 .................... 3517 13,74
51. Vík i Mýrdal. Þegar þess er gætt, að við þá
lambatölu sem hér er slátrað, má tvö síðustu árin
bæta Hólmsslátruninni til að fá réttan árssamanburð,
þá er augljóst, að tala sláturlambanna hefir verið
mikið lægst fyrsta og síðasta árið. Fyrsta árið er
orsökin óhreysti í fénu og mikill lambadauði um
vorið af þeirri ástæðu, en 1938 er aftur sett með
inesla móti á vetur og er það orsök til þess hve fáu
cr lógað ])á. Einn sem svarar al' þessu svæði lýsir í
slultu máli árunum svo: 1934. Ormar í fénu, það illa
framgengið, mikil vanhöld og þvi lílil slátrun og lé-
legur þungi. 1935, vorar snemma, fé vel gengið und-
nn, mikið tvílembt, gefið ormalyf. 1936 Fóðurbætis-
gjöf aukin til muna hjá mörgum og því meiri dilka-
Jningi. 1937 Léleg liöld og því léttari lömb. Slæmt