Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 274
270
BÚNAÐARRIT
margt, en það ár er því aftur fækkað. Meðalþunginn
hefir vaxið jafnt og þétt og stafar það af ormalyfs-
inngjöf og betra fóðri, sérstaklega meiri fóðurbætis-
Rjöf.
Ar Lambatala Meðalfall
1934 .................... 3782 12,72
1935 .................... 2412 12,42
1936 .................... 2270 13,08
1937 .................... 3239 14,42
1938 .................... 2433 14,74
34. Húsavik. Mikla slátrunin 1934 stafar sumpart
af því að þá ráku fáir til Akureyrar, sumpart af litl-
uin lambaásetningi, og' sumpart af mörgum tvílembum.
Meðalþunginn hefir vaxið með hverju ári, og ber
öllum er svara mér saman um að ormalgf og bætl
fóðrun eigi þar drýgstan þáttinn þó líklega komi fleira
til greina til lækkunar 1935 og 1936, en hækkunar
1937 og 1938 þegar árasamanburð eigi að gera. Einn
af þeim sem svarar mér er vigtarmaður og tekur
fram, að vænleiki lambanna fari mest eftir vormeð-
[erðinni á ánum, og að bann geti séð á dilkskrokkun-
um hvcrnig hún hafi verið. Annar sem búinn er að
búa lengi, og er þekktur sem einn bezti fjármaður
landsins, segir: ,,Meðalvigt á mínum lömbum hefir
vcrið jöfn og söm í 15 ár, þetta um 17 kg. og þá um
þriðjungurinn tvilembingar, en ég þarf að cgða mis-
jöfnu fóðri cftir vetrunum og alveg sérstaklega vor-
unum.“ Af slátruðum lömbum á Húsavík er frá Vá
lil a/2 tvílembingar. Á Húsavík eins og Akureyri og
Svalbarðseyri er nýrmör með í skrokkþunganum í
meiri hluta sláturlambanna, og þeir líklega um %
kg. Jiyngri þessvegna.
Ár Lambatala Meðalfall
1934 ................ 16087 12,90
1935 ................ 13281 12,81
1936 ................ 12110 13,32
1937 ................ 13142 14,25
1938 ................ 14535 15,12