Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 124
120
BUNAÐARRIT
arföllum, sem á að sá melfræinu í. Oftast eru svæðin
ógirt, se.in ætluð eru til sáningar.
Erindum þessum hefi ég svarað, vanalega senl fræið,
en stundum ekki nema nokkur kg. og skrifað leið—
beiningar með.
Þá berast og cinnig að mörg bréf, sem lýsa því, að
inenn eru í vanda staddir sökum uppblásturs og sand-
foks. Þeim bréfum hefi ég einnig svarað, oftast farið
á staðina, skoðað svæðin og talað við mennina, sem
hlut hafa ált að máli. Oftast hefi ég gert lauslega á-
ætlun yfir byrjunarkostnað og reynt til þess að koma
framkvæmdum á stað, þar sem sandfokshættan hefir
verið mikil og þörfin aðkallandi. Víða er þröngt með
fjárhaginn, og verður að leita ýmsra bragða til þess að
ná saman fé til stórra sandgræðslugirðinga mi hin
síðustu ár. Til þess fer mikil vinna, og fylgir því
margskonar fyrirhöfn, sem vonlegt er.
Þó að reynt sé að taka ný svæði til friðunar og
græðslu, þá má þó ekki gleyma því, að það verður
að halda við þeim sandgræðslugirðingum, sem eldri
eru og enn eru í starfrækslu. Sandgræðslan er ekkert
áhlaupaverk, verður því að haga verkum og fram-
kvæmdum eftir því, sem ástæður eru til á hverjum
stað, en gæta þess, að ekkert skemmist af því, scm á
hefir unnizt. Því hefir þessi tvö síðustu ár lítið verið
gert við sumar sandgræðslustöðvarnar annað en halda
við girðingunum og sá í stærstu auðnirnar til þess að
hjálpa gróðrinum að lireiðast út.
Sandgræðslugirðingarnar, sem starfræktar eru, 02
í átta sýslum, þurfa mikið eftirlit. Útvega verður það,
sein með þarf á hverjum stað, girðingarefni til við-
halds, menn, hesta og verkfæri til vinnu, fræ lil sán-
ingar o. l'l. Það verður að fylgjast með að vörnin sé í
lagi, hvernig gróður fcr að og slægjur, ef um þær er
að ræða. Á girðingunum er hlið og sumstaðar fyrir
i