Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 289
BÚNAÐARRIT
283
lomb á hverju hausti. En hve mörg ár þurfa að líða
enn þar til fjöldinn af bændum gerir það?
3. Eins og fóðrun fjárins er enn komið, mun óhætt
að telja að þyndaraukinn 1938, samanborið við 1934,
stafi að nokkru leyli af misjöfnum sumrum og vor-
um þessi tvö ár. En þessi munur er því minni hjá
einstaklingunum og heildinni, sem meðferðin verður
betri, og gælir ekki verulega nema þar sem henni er
jnest ábótavant.
Þar sem markmið fóðrunarinnar er það eitt að
koma fénu lifandi yfir veturinn, þar gætir í fyllsla
máta vorveðráttunnar og þess nær gróður kemur.
Komi gróðurinn ekki í tæka tíð, miðað við hvenær
venjan er að sleppa, og vera búinn með heyin, þá
bitnar það á ánum, þær leggja af, skríða úr ullinni,
mjólka ekki lömbunum, sum þeirra drepast, önnur
skrimmta eftir að korka hefir komizt í þau, og verða
elcki annað en afstyrmi sem varla gera í blóð sitt,
og enga viðunanlega vigl hafa. Og hóndinn segir:
Þetta er ekki mér að kenna, þetta er Ijóta vorið, það
er því að kenna livað lömbin eru rýr. Þar sem mark-
miðið með fóðruninni er aftur það, að fóðra ærnar
svo iið hver einstaklingur úr hjörðinni sýni fullan
arð, þar eru nóg hey, þar dettur hóndanum ekki í
hug annað en gefa þar til gróður er kominn, hvert
sem hann keinur á sumarmálum eða um fardaga.
Þar leggur ærin iildrei af að vorinu, hún mjólkar
jafnt hvert sem það er kominn gróður eða ekki þegar
liún ber, því henni er bara gefið til mjólkurinnar, ef
þess þarf með. Og lambið er jafn vænt að haustinu og
jiegar vorið var gott. En bóndanum hefir þótt vorið
kalt og slæmt og hann hefir þurft að eyða meiru í
ærnar. En arðurinn er samur og vant er brúttó, en
vitanlega minni nettó. En hjá hinum varð arðurinn
enginn, tilkostnaðurinn við að láta ærnar lifa yfir
veturinn fór allur í vanhöld að vorinu. Það mun