Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 14
10
BÚNAÐARRIT
í þjónustu Búnaðarfélagsins er hann lézt, og hefir ann-
arstaðar verið greint l'rá störfum hans. Hann hafði
unnið mikið starf og erfitt. Einkum voru ferðalögin
um langt skeið ákaflega erfið og lýjandi, enda ekki efa-
mál, að það voru þau sem stuðluðu að þvi, að brjóta
niður heilsu hans. Síðustu langferðina —- um Norð-
urland — fór hann vorið 1938. Þá var heilsu hans
svo komið, að í rauninni var það óvit að leggja í þá
ferð, og eftir heimkomuna úr henni fór því mjög fjarri,
að hann tæki nokkurn dag á heilum sér.
Áhugamál Theodórs voru mörg; hann hafði í raun-
inni áhuga á öllu því, sem horfði til aukinnar menn-
ingar, mannúðar og framfara — fyrir utan listir og
hókmenntir, eins og að var vikið áður. Ást hans á
fróðleik var mikil, og í islenzkri sögu hefi ég engan
ólærðan mann þekkt honum jafnsnjallan, nema ef
verið skyldu hafa þeir synir Guðmundar Ólafssonar á
Fitjum, Ólafur og Stefán. En mestan áhuga má tvíl-
laust telja að hann hefði á þeim málum, sem undir
hann lágu á verksviði Búnaðarfélagsins. Því er óhætl
að segja það, að enda þótt skyldugt sé og sjálfsagt að
svo ágæts manns sé minnst í riti, þá minnast þeir
hans bezt er af alúð vinna þeim hugsjónum, sem hann
barðist fyrir. Staða hans hjá Búnaðarfélaginu var, eins
og þegar var sagt, ekki hóglífisstaða, en yfir því mun
liann aldrei hafa heyrst kvarta, og alls og alls hygg
ég að hann hafi unað sér þar vel. Víst er um það, að
liann undi sér þar mætavel síðustu árin. Aldrei heyrði
ég hann segja neitt er gæfi það í skyn, að hann hefði
nokkru sinni átt slæman húsbónda, en hitt sagði hann
mér oftar en einu sinni, að aldrei liefði hann átt slíkan
húsbónda sem jiann, er síðastur var þar yfirmaður
hans. Theodór var svo hreinskilinn, að hann myndi
ekki óska að ég hikaði við að segja þetta hér, enda
engum með því niðrað.
Það skilja allir, að ég hefi sagt frá Theodór Arn-