Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 213
BÚNAÐARRIT
209
hrúta, sem ekki var vikið frá, en þegar hrútar full-
nægðu þeim skilyrðum ágætlega, en höfðu gallaða ull,
t. d. voru gulir (írauðir), þ. e. höfðu rauðgul hár í
ullinni, þá'voru þeir settir í I. verðlaun B. Hrútar sem
fengu I. verðlaun B þurftu því ekki að vera lakari
kindur á hold og vöxt, en þeir, sem fengu I. verðlaun
A, og því eins heppilegir tii sláturf járframleiðslu.
Það er að vísu leitt að þurfa að veita nokkrum hrút
með verulega ullargalla svo háa viðurkenningu, sem I.
verðlaun, en þvi miður sá ég ekki annað fært fyrst
um sinn, vegna þess að enn eru hér á landi svo fáir
hrútar verulega vel byggðir og litt aðfinnanlegir á
hold, að ekki er hægt að skipa þeim með holdþunn-
um og illa vöxnum hrútum, þótt eitthvað megi finna
að ull þeirra. Það má þó eigi líta svo á, að ég álíti
að ekki þurfi að hugsa um að bæta ullina. Ég tel ein-
mitt, að um það hafi verið allt of lítið hugsað að auka
og bada ullina á fé okkar, því að ull og gærur eru ár-
lega mjög verulegur hluti af afurðum sauðfjárins. Ull-
inni fylgir líka sá mikli kostur, að hingað til hefir liún
alltaf reynst seljanleg vara, sem óvíða er takmark-
aður innflutningur á.
I. verðlauna lirútar urðu að vera þéttvaxnir með vel
útskotinn brjóslkassa, gleiðgengir með fremur stutta,
gilda og beina fætur og hafa sveran, fremur stuttan
haus. Ennfremur urðu þeir að vera mjög holdgóðir,
einkum á spjaldhrygg, mölum og lærum. Spjaldhrygg-
urinn er sá hluti kroppsins, sem síðast riær þroska.
Er það því viðkvæmasta atriðið, sem hægt er að fá,
til þess að dæma holdafar kindarinnar eftir. Hver sú
kind, sem hefir náð ágætum holdum á spjaldhrygg
má teljast holdsöfnunarkind. En þær kindur, sein eru
holdþunnar á bak, hve þungar, sem þær kunna að vera
og live mörgum öðrum kostum prýddar, getur enginn
með nokkurri vissu talið holdsöfnunarkindur, er því
ekki hægt nð veita þeim I. verðlaun.
u