Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 94
BÚNAÐARRIT
90
Sumarið 1938 gekk fræræktin mun betur, þó voru
vorkuldarnir er hömluðu allverulega því, að fræ-
stöngin setli ax á venjulegum tíma. Flestar grasteg-
undir þroskuðust því með síðara móti, eða ekki fyr
en um og eftir miðjan ágúst. Fræuppskeran varð all-
sæmileg eða um 700 kg af 2,7 ha frælands. Sáð var
til nýrrar fræræktar i 0,4 ha.
Tvö undanfarin sumur hafa haft lægri meðalhita
en 10 ára meðaltal (frá 1928—’37) og kemur þetta
fram í fræræktinni, hún reynzt ver en oft áður í hlýrri
og hagstæðari sumrum.
Fræ það, sem fékkst í sumar, er órannsakað enn-
þá, en búast má við að það sé með góðu grómagni, því
þurrkun fræsins varð góð.
Fræið frá 1936 og 1937 reyndist eins og eftirfar-
andi yfirlit sýnir:
Tala Gró- Gró- 1000 Tala Gró* Gró- 1000
Tegund rann- hraöi magn korn rann- hraöi magn korn
sókna °/o % vega gr. sókna °/0 o/0 vega gr.
Túnvingull ......... 1 44,0 52,(i 1,166 6 25,2 45,0 1.060
Vallarsveifgras . . 1 60,0 77,5 0,340 • 4 7,0 16,0 3,600
Háliðagras ......... 2 46,0 81,3 0,993 3 42,3 55,1 1,055
Ilávingull ......... 2 66,2 71,7 2,988 4 41,0 63,0 2,270
Mjúkfax ............ 1 78,8 84,0 5,252 2 81,0 88,5 3,605
Rýgresi .......... 1 24,0 30,0 1,994
Snarrót .......... 1 30,0 37,0 0,200
Fræið frá 1936 var heldur þyngra en 1937, og stafar
það frá því að fyrra árið var miklu hlýrra en það síð-
ara. Annars er grómagn flestra grastegunda bæði
árin fremur lágt þegar fræið var rannsakað, en hefir
eflaust batnað nokkuð þar til því var sáð að áliðn-
um maí og júní ltæði árin. Mest af þessu fræi var
selt lil túnræktar og reyndist vel, þó sáðmagn væri
cigi meira en 9—12 kg. á dagsl. Að vísu var blandað í
það 10% al' vallarfoxgrasi og 5% af hvítuiri smára, eins
og gert hefir verið undanfarin ár, en slíkl gat aldrei