Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 28
24
BÚNAÐARRIT
samtakanna og verkefni þeirra. Því næst flutti de. Fon-
tenay, sendiherra Dana ávarp frá Det kongelige danske
Landhusholdningsselskab fyrir hönd fulltrúa þess,
dr. med. K. A. Hasselbalch, er staddur var í ferð um
Norðurland og gat ekki verið viðstaddur þennan dag.
Þá flutti fulltrúi frá Det kongelige Selskap for Norges
Vel, ritari félagsins Ole Hersoug, ávarp frá félagi
sinu. Fulltrúi Föroya Bunaðarfélags, M. Winther-
Lútzen, flutti og ávarp frá sínu félagi. Ennfremur
harst Búnaðarfélagi íslands ávarp frá Sveriges al-
mánna Lantbrugsállskap. Formaður Búnaðarsam-
hands Austurlands, Hallgrímur Þórarinsson, flutti á-
varp frá sambandinu og afhenti félaginu að gjöf mál-
verk af Snæfelli, er gert hafði Finnur Jónsson. Loks
flutti Árni G. Eylands ráðunautur kveðju frá Sticlc-
stoff-Syndikat, Berlin, og afhenti 3000 króna gjöf, er
varið skal til stofnunar sjóðs, til styrktar íslenzlcum
búnaðarnemum. Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri
Sigurður Þórðarson, söng nokkur lög í upphafi og í
lok samkomunnar. — Athöfninni var útvarpað. Við-
staddir voru um 100 boðsgestir.
Að lokinni þessari samkomu bauð ríkisstjórnin
gestum að skoða hið nýja hús rannsóknarstofnunar
atvinnuveganna, og að því loknu bauð forsætisráð-
herra þeim, sem þiggja vildu, til kaffidrykkju í l)ú-
stað sínum.
Kl. 5 síðdegis kom Búnaðarþing saman á fund í
sal neðri deildar Alþingis. Var þar samþykkt reglu-
gerð um kosningar til Búnaðarþings, er þriggja manna
nefnd, sem síðasta Búnaðarþing kaus, hafði saraið.
Kl. 7% að kvöldi hófst veizla að Hótel Borg. Var
þar góður mannfagnaður. Fluttar margar ræður og
lesin heillaskeyti, sem birt eru hér á eftir. Veizlu
þessa sátu 150 manns.
Utvarpsdagskrá kvöldsins var helguð búnaðarsam-
tökunum. AJIs voru flutt l'jögur erindi í útvarpið.