Hlín - 01.01.1934, Síða 9
Hlin
7
sambandi íslands, Reykjavík, og frú Guðrúnu Angan-
týrsdóttur, ritara S. N- K-, Reykjavík.
Fundurinn samþykkti að senda símskeyti til: Sam-
bands austfirskra kvenna, sem hafði aðalfund um
þetta leyti á Reyðarfirði, til Kvenfjelagasambands fs-
lands, Reykjavík, og til Guðrúnar Angantýsdóttur,
Reykjavík.
Kl. 4 e. h. var gefið fundarhlje í 1 klukkutíma.
Kvenfjelagið »Hlíf« bauð fulltrúunum til kaffidrykkju
á Hótel »Goðafoss«, var því boði tekið með þökkum.
Kl. 5 . h- hófst fundur aftur með því að Jóhanna
Jóþannsdóttir, söngkona, skemti fundarkonum með
söng og þakkaði formaður henni með nokkrum vel-
völdum orðum.
Þá var tekið að ræða heilbrigdismál. Framsögu hafði
Kristbjörg Jónatansdóttir. Skýrði hún málið mjög
ýtarlega, lagði mikla áherslu á að iðkaðar væru íþrótt-
ir, einkum sund, yfir höfuð að alt væri gert til þess að
skapa heilbrigða sál í hraustum líkama. Frummælandi
gat þess, að kvenfjelagið »Hlíf« á Akureyri, sem um
mörg undanfarandi ár hefur haft hjúkrunarkonu og
hjálparstúlku í sinni þjónustu, bæði eina og tvær, hafi
nú horfið að því ráði að vinna að því eftir mætti að
fynrbyggja sjúkdóma með því að koma upp sumar-
hæli í sveit fyrir veikluð börn. Meðan sú hugsjón væri
ekki enn komin í framkvæmd, hefði fjelagið nú i sum-
ar kostað 8 veikluð börn í 2 mánaða sumardvöl í
heimavistarskóla Öxfirðinga í N.-Þingeyjarsýslu, hefði
sú tilraun tekist mætavel, enda virtist það mjög vel
viðeigandi aö nota skólana sem dvalarstað fyrir börn
að sumrinu, er þeir standa auðir og ónotaðir. —
Frummælandi lagði þessa tillögu fyrir fundinn og var
hún samþykkt:
»Aðalfundur S- N- Iv. lítur svo á, að mjög ískyggilegt
sje ástandið með heilsufar hinnar uppvaxandi kyn-