Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 23
Hlín
21
Hversvegna óvirðum við svo oft þessa dýru Drottins
gjöf?
Þið hugsið ef til vill svo, að ekki tjái neitt um þetta
að tala, svona lagað sje okkur konum um megn að
ráða við. En jeg hef þá trú, að hvert orð, hver bæn,
sem kemur frá einlægu hjarta, nái til einhvers hjarta
og frelsi það, og að ef við leggjum áhuga og einlægni
fram, þá verði altaf aflið, orðin og andinn, send frá
æðri stöðum til hjálpar.
Jeg þekti einusinni konu, sem fanst hún vera svo
andlaus og kraftlaus, að hún gæti engan stutt og eng-
um hjálpað. Aldrei fann hún eins til vanmáttar síns,
cins og þegar hún fylgdi drengnum sínum úr garði
í fyrsta sinn. Þau gengu þegjandi um stund, svo sagði
hann hálfklökkur: »Mamma, segðu eitthvað við mig,
eitthvað sem jeg get altaf munað þegar mjer liggur
á«.
Heit bænaralda svall um hug móðurinnar, hún bað
hinn æðsta mátt að styrkja sig, senda sjer þau rjettu
orö. — Og orðin streymdu af vö'rum hennar, heit og
-sannfærandi: »Mundu það ávalt, drengur minn, að
einn er sá, er þú getur ætíð leitað til rneð allar þínar
sorgir og áhyggjur, engin sorg er svo vonlaus, engin
ávirðing svo stór, að Drottinn lækni ekki og fyrirgefi,
ef til hans er flúið með trú og iðrun«.
Jeg get hugsað mjer fögnuð hennar og hjartans
gleði, þegar hún nokkrum árum seinna las í brjefi
frá honum: »Jeg man altaf síðustu orðin þín, þau hafa
verið mjer styrkur, ljós og leiðarvísir«.
Þetta stutta dæmi sýnir glögt, hve örfá orð, sögð
af heilum hug, geta verið dýrmæt og sterk, það sýn-
ir mátt tungunnar, þessarar dýru Drottins gjafar, sem
mönnum hættir svo mjög til að misnota.
Jeg get ekki stilt mig um að segja ykkur örlitla
smásögu: