Hlín - 01.01.1934, Síða 33
31
Hlín
í sýjunni til kvölds, þá er sýjan lögð saman á grind-
inni og hlemmur eða hæfilega stór fjöl lögð ofan á.
Þar ofan á kemur á að giska 10 kg. þungt farg. Næsta
morgun er fargið tekið af og er skyrið þá fullbúið,
hvort heldur á að nota það til fæöis heima eða til
sölu.
Þvottur skyrdalla og sýju. Þegar búið er aö losa
dallana, eru þeir þvegnir úr sýru eða köldu vatni,
skolið gefið kálfum eða svínum ef til eru, síðan eru
dallarnir burstaðir úr tveimur köldum vötnum og bor-
in innan í þá kalkblanda samskonar og fyr var getið.
Aö því búnu eru þeir látnir standa /4—1/0 kl.st., þá
burstaðir utan og innan úr tveimur köldum vötnum,
skolaðir og þurkaðir úti, ef hægt er. — Sýjuna á aö
þvo í hvert sinn, sem hún er losuð, úr mörgum köld-
um vötnum, eöa þangað tii síðasta vatnið er orðið
hreint. — Ekki sjaldnar en tvisvar í viku þarf aö
sjóða hana í sodavatni, og oftar ef heitt er í skyr-
húsinu. Sömuleiðis þarf að gæta þess vandlega, að
ekki setjist húð á grindina. Hana skal þvo úr kalk-
vatni og köldum vötnum á eftir, svo oft sem þurfa
þykir.
Þótt jeg hafi nú nefnt hjer helztu atriðin, sem að
skyrgerð lúta, þá er ekki hægt að setja neinar fastar
eöa einhlýtar reglur, því hjer þarf að haga sjer eftir
húsakynnum á heimilum, hita í mjólkurhúsinu, mjólk-
inni sjálfri o. fl. En ef einhver gæti haft not af þess-
um leiðbeiningum, þá er vel farið.
Kristjana Jónatansdóttir, Hvanneyri.'1'
* Kristjuna á sinn mikla þútt í því, uð Hvanneyrarskyrið el'
fyrir löngu landsfrægt orðið. Ritstj.