Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 36
34
HUn
að. Sannað þykir, að þar í löndum, sem flestir reyn-
ast smitaðir, þar sýkist og deyi líka flestir úr berkl-
um. — Best væri að smitast alcLrci. — Segjum nú, að
þetta heimili sleppi við smitun heima. Til þess eru
frekast líkur í fámenni. Einyrkjabúskapurinn er ekki
kostalaus. Að minni reynslu verjast börnin þarna
lengst, og þó hýstir sjeu gestir og gangandi og niann-
fundir sóttir. — Veikin er stundum sótt á aöra bæi,
meira og minna augljós berklaheimili í nágrenninu.
Sótt með tíðum ferðum á þá bæi. Það er með öllu
ókunnugt, hve lengi þarf að vera með smitbera, og
hve mikið inn að taka af bakteríum til þess að sýkj-
ast. Margar stuttar samverur geta sennilega orðið
alt að því eins hættulegar og ein samfeld löng. í strjál-
býli sveita er samt vafalaust heimasmitunin aðalvoð-
inn.
En enn er vamarbaráttu ykkar ekki lokið, hús-
bændur góðir, þó ykkur takist hún heima og við
granna, uns börnin eru stálpuð eða fulltíða. Þá hefj-
ast heimanfarir. Foreldrar hafa frá alda öðli borið
kvíðboga fyrir þeim hættum, sem barns þeirra biði,
er það færi að heiman. Iíjer á landi hefur á síðustu
áratugum bætst ein við, ein sú vissasta og óumflýjan-
legasta, eins og sakir standa, sú, að heimanfarinn
verði berklaveikur í ferðinni. Fari unglingur í dvöl
eða vist í kaupstað, á skip eða í skóla, er það — jeg
vil segja ólíklegra en hitt, að hann komi ósmitaður
aftur, ef til vill sjúkur.
Eitt verður uppi á teningnum: Hættan er allstað-
ar, þó mest afhroð gjaldi heimilin við smitun heima,
— heima, þar sem aleigan er saman komin.
'Það liggur við, að þeim sem best þekkja berklaveik-
ina og líkurnar til að menn smitist af henni nú orðið,
sje það aukaatriði hvað fyrir börnum þeirra liggur,
ef þau aðeins sýkjast ekki af berklum. Ástgæfa og