Hlín - 01.01.1934, Page 37
HUn
35
áuður, mentun og metorð, hvað stoðar það alt hinn
sjúka? — Jeg tala hjer ekki út í bláinn, heldur af
reynslu. Alt þetta hef jeg sjeð og meira til. Spurn-
ingin um það, hvernig verjast skuli berklum fer sjald-
an úr huga mínum.
Á skólaárum mínum, fyrir ca. 15—20 árum síðan,
var skoðun flestra, sem annars höfðu nokkra skoðun
á berklamálum hjer á landi, eitthvað sem næst þessi:
Veikin er komin í hverja sveit. 90—100% af þjóð-
inni er smituð. Menn smitast hjer og þar, hvað mest
á danssamkomum. Smitberar eru á hverju strái. Varn-
ir eru þýðingarlitlar. Aðaláhersluna ber að leggja á
lækningu, bera fólk í vind og troða í þaö mat.
Jeg get þessa ekki neinum til ófrægðar. Þetta var
ríkjandi skoðun lækna þá út um veröld. — Hjer á
landi var að vísu alt órannsakað um þessi efni, en
margt benti til, að svipað væri það hjer. Jeg verð að
geta þessa vegna þess, að þetta er ríkjandi skoöun
almennings enn í dag, en skoðanir lækna eru í mörgu
breyttar. Fyrir dyrum stendur barátta, sem fólkið
þarf að skilja, enda ræður það úrslitunum, ekki síður
en læknarnir. — Að vísu eru læknarnir ekki á einu
máli um sumt það, sem jeg segi í þessu greinarkorni.
Það er heldur ekki skrifað í neinu umboði. Það er
skrifað til að vekja hugsun og hreyfingu í mollunni.
Á fyrnefndu tímabili voru þó ýmsir læknar lcomnir á
þá skoðun að börnum stafaði mest hætta af smitun,
og jafnvel þeim einum. Það er sú skoðun, sem berkla-
varnarlögin frá 1921 hvíla á. — Síðan þau lög voru
samin hafa skoðanir enn breyst. Rannsóknir útlendra
og innlendra lækna hafa bætt við þekkingu okkar á
þessari »velþektu«, og þó að mörgu leyti svo torskildu
3*