Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 40
38
Hlin
búið í honum frá unga aldri. Jeg endurtek það: Best
er að smitast aldrei.
Nú ætla jeg að geta um atriði, sem bendir á, a'ð
nokkur vörn sje að útivist og fleiru, er mótstöðu er
talið auka.
Prófessor Sigurður Magnússon veitti því fyrstur
athygli, svo mjer sje kunnugt um, að berklaveiki er
tíðari í konum en körlum á' íslandi, einkum norðan-
og austanlands, og skrifaði um þetta merkilega grein
í »Lögrjettu« í mars 1927. — í löndum yfirleitt er þó
þessi veiki í báðum kynjum jöfn. — Jeg hef sann-
færst fullvel um það síðan, hve berklasmitun verður
konum hættulegri en körlum í hjeraði mínu. Af 83
sjúklingum, sem jeg hef skráfært á árunum 1921—
33, eru 54 konur en 29 karlar. Próf. S. M. álítur, að
innisetur kvenna valdi mestu um þennan mismun. —
Sunnan- og vestanlands sje hann minní, vegna þess,
að konur vinni þar útistörf meiri í fjai'veru karla við
sjó. Karlmenn hjer á landi yfirvinni fremur smitun,
en smitun kynja sje jöfn. Á það bendir líka mín sjúk-
lingaskrá, þar eru 20 innan 10 ára og kynin jöfn. —
Vera mætti þó að m. k. í sveitum smituðust fullorönar
konur fremur en karlar, vegna meiri sambúðar við
sjúka. Þó hef jeg eigi sjeð þess dæmi. Veikin er furðu
næm, jeg held miklu næmari en álit er á.
í hjeraði mínu er í meira lagi um berkla og hefur
lengi verið, þó sum hjeröð sjeu ver stödd. Til eru
bygðarlög í mínu hjeraði, þar sem nær því hver ung
stúlka hefur komist á berklalista. Sem betur fer,
þekkja mörg hjeröð eigi til slíks ástands, en þau eiga
það eftir með sama áframhaldi. — Á fjórum síðustu
árum hef jeg fundið berklabakteríur í hráka mæðra
22 ófermdra bama. Fann jeg þær í tíma eða ótíma?
Jeg vona hið fyrra. Hitt veit jeg, að jeg hef ekki
fundið alla smitbera í tíma og finn suma aldrei,