Hlín - 01.01.1934, Síða 45
Hlin
43
að yfirferð. Berklasjúklingur teljist hver, sem ein-
hverntnna hefur verið talinn það.
Engum berklasjúklingi á að vera leyfilegt að hafa
bústaðaskifti, nje heldur fara úr hjeraði til lengri eða
skemmri dvalar, nema láta hjeraðslækni vita um það.
Fari hann úr hjeraði, skýri hann frá hvert hann fer
og hvar hann dvelji, enda mæti hjá viðtakandi hjer-
aðslækni, þegar eftir komuna. Læknirinn, sem hann
fer frá, sendi viðtakandi lækni samhliða skýrslu um
sjúkdómsferil sjúklingsins. — Þetta er sjálfsögð ný-
breytni og sú, sem kostar minst. Nú rápa berkla-
sjúklingar landshorna á milli, sem aðrir landsmenn,
og mörgum meir, af ýmsurn ástæðum, t. d. til þess að
leita atvinnu við sitt hæfi. — Svo ljeleg er gildandi
löggjöf, að ekki eru einu sinni til ákvæði um það, að
smitberi, eða maður, sem líklegur er til þess að verða
það á næstunni, sjc skyldugur til þess að fara heim
til sín, er hann er látinn fara af hæli eöa sjúkrahúsi,
hvað þá að honum beri að mæta hjá nokkrum lækni.
Hann getur látið sem ekkert gje. Þó munu heilsuhæl-
islæknar aðvara þessa sjúklinga, er þeir fara. Nú á
tímum hefur hjeraðslæknir oft ekki hugmynd um til-
veru þessa ferðafólks í hjeraði sínu.
Einhver kann að segja, að þetta stöðuga eftirlit sje
ómannúðlegt, sje særandi og skerðing á persónulegu
frelsi. — En er það mannúð, að láta einn mann steypa
heimili í glötun? — Það er mannúðarþvættingur hugs-
unarlítils fólks. — Eftirlit þetta má og gera lítt áber-
andi. Það á að vera samstarf sjúklings og læknis,
þeirra einkamál, meðan unt er.
Bættar berklavarnir kosta sjálfsagt mikið, cn von-
andi lækka þær miljónina til styrkþegarina fljótlega.
Jeg veit að við getum ekki aukið útgjöld ríkissjóðs
nú, en við getum felt sum þau niður, sem nú eru.