Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 51
Hlín
49
Ef á að rota skinnin, eru þau lögð í kalklög, sem
er blandaður þannig:
0.5 kg. leskjað kalk.
25 gr. krystaliserað brennisteinsnatrium.
Grauturinn á ekki að vera þykkari en það, að hægt
sje að smyrja vel inn á milli háranna.
Eigi aftur á móti að nota ullina eða hárið, má ekki
hafa þessa blöndu, heldur aðra, þannig samsetta:
400 gr. kalk, hrært út með
15 gr. realgar.*
Smyrja holdrosina vel, vefja skinnin saman, smurða
hliðin snúi inn. Þetta er lagt í bala og látið liggja 2—
5 daga, eftir þykt skinnanna, þangað til að hægt er
að strjúka hárin af með hendinni, en ekki er gott að
vera berhentur við þetta verk, hafa helst gúmmívetl-
inga á höndum, annars brennir maður skinnið.
Til þess að flýta fyrir rotuninni, má hella vatni yfir
skinnin í stampinum.
Þegar búið er að rota skinnin, kemur að því, að ná
kalkinu vel úr þeim, eru þau lögð í vatn, sem er bland-
að að y4 hluta. 1% saltsýru (alls ekki meira). Hvort
kalkið er farið úr, má reyna með því, að láta einn
dropa af Phenolftalin drjúpa á skinnið, kemur þá
rauður blettur á skinnið, ef kalk er eftir í því. Þegar
búið er að ná kalkinu vel úr skinnunum, eru þau skol-
uð vel, og lögð svo í‘ mjölhýðisgraut, sem er gerður
þannig:
l/2 kg. af hveiti-klíði er hrært út í 10 lítrum af
vatni, sem er 60 stiga heitt, þetta er byrgt vel niður
og látið standa og gerjast í 2—3 daga. Því næst er
þaö þykka sýjað frá og seyðið blandað með fimmfalt
meira vatni. 1 þennan graut eru skinnin nú lögð og
* Realgar er brennisteins-arsenik, baneitrað, og verður því að
fara mjög varlega með það.
4