Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 53
51
Hlín
á skinnin, svo að hætt er viö að þau rifni, þegar teygt
er, verður að deigja þau dálítið.
í kálfsskinn og stórgrip^húðir verður að láta dálít-
ið af fitu, meðan verið er að mýkja þau (í sauðskinn-
um er svo mikil fita, að þess þarf ekki). 50 gr. olíven-
olía er látin í 1 lítra af vatni, þessi blanda er burstuð
inn í skinnið holdrosumegin.
Álúnssútun sldnna.
í sjálfu sjer er það, sem kallað er álúnssútun, engin
sútun, heldur einungis hefur sú verkun þann kost, að
skinnin geymast óskemd, hve lengi sem vera skal.
Skinn, sem á að álúnera, eru lögð í þennan lög:
10 partar hveitimjöl.
5 partar álún.
2 partar salt.
3 gr. olivenolía í hvert skinn.
Þessi grautur er smurður þunt á holdrosina, svo eru
skinnin vafin upp og lögð í stamp, hjer liggja þau í 24
tíma (sauðskinn). Gott að stíga þau í stampinum einn
klukkutíma, svo að efnið gangi sem best inn í þau. Svo
eru skinnin hengd upp og grauturinn látinn þorna inn
í þau, svo skefur maður þau vel, teygir og þurkar,
þangað til þau eru orðin mjúk eins og silki.*)
* Þessi lýsing er að mestu eftir frásögn A. C. Höyers í Hvera-
dölum, sem hefir átt mikið við heimasútun skinna, bæði á
heimili sínu á Jótlandi í æslcu og síðar í Þýskalandi. Hann
hefur hin síðari ár haft sútun með höndum í Hveradölum.
Höyer er fús til að veita mönnum upplýsingar um skinna-
sútun og útvegun efnis. Sími: Eyrarbakki.
HallcLóra Bja/rnadóttir.
4*