Hlín - 01.01.1934, Side 54
52
Hlín
Um notkun hringprjónavjela.
Jeg vildi gjarnan senda »Hlín« fáar línur um notk-
un hringprjónavjela, ef henni fyndist það þess vert
að taka þær til greina.
Prjónavjelum fjölgar stöðugt í landinu, ekki síst
hringprjónavjelum, og þó allir geti stórkostlega mikið
notað sjer vjelarnar, þá vildi jeg samt leggja mitt til
þess að þær komi að enn meiri notum.
Jeg er búin að nota eina þessa vjel í sex ár og líkar
hún ágætlega. Prjóna jeg í henni öll sokkaplögg, nær-
fatnað og peysur, líka undirkjóla (klukkur). Mest af
þessum stærri fötum prjóna jeg með sljettu prjóni,
en án þess þó að sarnna nokhuö saman, nema kragann
við á peysunum, og verður fatið miklu útlitsbetra, að
ekki sje á því saumur, þar sem við verðum að prjóna
það í svo mörgum stykkjum í þessum litlu vjelum. —
Vildi jeg því með línum þessum benda þeim á, sem
þessar vjelar nota, hve nauðsynlegt það er, að reýna
að komast á það lag að jaðra saman fötin í vjelinni
jafnó'ðum og prjónað er. — Þó konum finnist þetta
seinlegra fyrst í stað, þá verður það ekki lengi, er þær
fara að venjast því. Þetta er gert sem hjer segir:
Þegar ein lengja er búin í vjelinni, þá fitjar maður
upp aðra og prjónar eina umferð, tekur fyrri lengj-
una, og gætir þess, að ranghverfur snúi saman, og
setur lengra bragðið á þeim jaðrinum til endans upp
á ysta prjóninn til hægri af þeim, sem í brúki eru.
Maður prjónar svo tvær umferðir áfram og til baka,
lætur svo hið næsta (lengra bragðið) á sama jaðrinum
á fyrri lengjunni upp á sama prjóninn til hægri,
prjónar svo aftur tvær umferðir, og setur lengra
bragðið á jaðrinum upp á jaðarprjóninn til hægri, og
þannig áfram, þar til síðari lengjan er jafnlöng