Hlín - 01.01.1934, Side 57
UUn
65
prjón. Síðan setur maður í snúningsáhaldið og prjónar
snúninginn og er þá peysan búin.
útprjón má gera á ýmsan hátt í þessum vjelum, þar
á meðal sem hjer segir:
1. NETPRJÓN. Set upp flatprjón á einhverri breidd
og prjóna eina umferð, færi svo lykkjuna af öðrum
prjóni annars vegar yfir á þann þriðja, því næst
lykkjurnar af fjórða prjóninum yfir á þann fimta,
þá lykkjuna af þeim sjötta yfir á þann sjöunda og svo
á fram alla leið, prjóna svo yfir um eina umferð, færi
svo lykkjurnar, sem mynduðust í síðari umferðinni
úr höftunum, sem komu á auða prjóninn í fyrri um-
ferðinni yfir á þá næstu til hinnar hliðarinnar (það er
af öðrum prjóni yfir á þann fyrsta, og af þeim fjórða
á þann þriðja o. s. frv.), prjóna svo eina umferð, sem
myndar höft, og svo aðra sem myndar lykkjur úr höft-
unum, er svo skulu færðar á næstu prjóna eins og áður
er sagt, á víxl til hægri og vinstri hliðar, og þannig
áfram.
2. SKÁPRJÓN. Set upp flatprjón sem vanalega og
prjóna eina umferð. Set svo aðra hvora lykkjuna á
næstu prjóna til hægri, prjóna þá e'ina umferð, færi
svo höftin yfir á næstu prjóna til hægri. Þannig skal
prjóna allt að 12 umferðir til hægri hliðar. Því næst
skal prjóna 12 umferðir, og eru höftin þá færð til
vinstri hliðar á sama hátt, og þannig áfram, 12 og
12 umferðir á víxl, og færa höftin í hverri umferð.
3. KROSSPRJÓN. Byrja eins og áður og færi lykkj-
urnar af öðrum hverjum prjóni á þá næstu til vinstri.
Prjóna svo eina umferð og færi í höftin af lausu
prjónunum, yfir á þá næstu til hægri. Prjóna eina
umferð og færi svo höftin yfir á báða næstu prjóna
(sinnhvoru megin við þann, sem haftið var á, og hann
einnig). Prjóna svo eina umferð, færi þá höftin af
lausu prjónunum yfir á þá næstu til beggja hliða á