Hlín - 01.01.1934, Page 62
60
Hlín
aldurinn megna að móta í svip manna. Hún gengur
við hækju og staf, en maður tekur einkennilega lítið
eftir því. Hækjan gerir hana alls ekki hruma eða far-
lama í augum gestsins. Mjer hefur að minsta kosti
æfinlega fundist það miklu fremur kalla fram enn
meiri virðingu hjá mjer fyrir þessari konu, og eng-
um blandast hugur um það, að hún ber hækjuna, en
hækjan ekki hana.
Þessi kona er ólöf Bjarnadóttir. Allir standa upp,
ganga til móts við hana og heilsa henni. Dóttir hennar
eða dóttur-dætur leiða hana til sætis. En hún vill
sjaldnast sitja með gestum við kaffiborðið, heldur ein-
hversstaðar annarsstaðar í stofunni. Henni hefur
lengi fundist sjálfri, að hún vera komin út úr lífinu
og vera hrumari en hún í raun og veru er eða kemur
öðrum fyrir sjónir. Gestirnir komast líka brátt að
raun um, að svo er eigi, því þegar staðið er upp frá
borðinu og þeir fara að tala við gömlu konuna, má
brátt heyra, að hún lifir og hrærist í lífi samtíðar-
innar. Munurinn á henni og yngri kynslóðinni liggur
í því, að hún á miklu dýpri rætur í liðinni tíð, auðvitað
aldurs síns vegna, en líka eðlis alls. Hún man. Þess
vegna stendur hún heldur ekki eins skilningslaus
og auðtrúa gagnvart mörgum fyrirbrigðum nútíðar-
lífsins og atburðum dagsins í dag, eins og margir
hinna yngri, sem í orði kveðnu eru lærðari eða upp-
lýstari. — Því fer þó fjarri, að hún sje afturhalds-
söm í þess orðs venjulegu merkingu, eða fastbundin
við siðvenjur fyrri tíma, hún dregur enga dul á, að
margt í háttum seinni tíma taki mjög fram því, sem
hún hefur áður þekt. Hinsvegar gleypir hún heldur
ekki við öllum nýungum nútímans. — Hún verður ekki
hissa eða uppnæm, þó hún heyri talað um ýmislegt,
sem öðrum virðist fyrnum sæta: Eldgos, landskjálfta,
farsóttir, atvinnuleysi o. s. frv. Hún man oftast eitt-