Hlín - 01.01.1934, Side 64
min
62
Hún hefur ekki árangurslaust gengið i slcóla lífsins.
Hún hefur verið þar góöur nemandi.
Þessu lík mun ólöf á Egilsstöðum hafa komið mörg-
um gestinum fyrir sjónir. Þegar hann kveður, skilur
hann, að þar hefur hann fyrst og fremst sjeð merki-
iega konu og sjaldgæfa að tíguleik og atgjörvi, konu,
sem virðist hafa borið sigur úr býtum í átökum sínum
við erfiðleikana, en jafnframt hefur hann staðið aug-
liti til auglitis við fulltrúa margs þess, sem bezt er
og ágætast í íslenzkum kynstofni. — Það er því ekki
undarlegt, að margur minnist ólafar nú á aldarafmæli
hennar, jafnt þeir, sem best kynni hafa af henni sem
þeir, sem aðeins hafa sjeð hana eða hitt stutta stund.
Æfisaga ólafar á Egilsstöðum er vafalaust um
margt merkileg, ekki aðeins vegna þess, að hún nær
yfir 100 ár, heldur af því, að hún er saga af merkri
konu, sem hefur átt í stríði við marga örðugleika,
og gengið úr því stríði vitrari og meiri maður, en
áður, svo sem á henni má sjá, hefur aldrei stansað í
andlegum vexti, heldur lifað með fullu fjöri, að heita
má, með einni kynslóð af annari, sem orðið hafa henni
samferða. En sú saga verður ekki sögð hjer. Til þess
vanta öll gögn. Aðeins má stikla á aðalatriðum.
ólöf Bjarnadóttir er fædd 1. nóvember 1834 í Hell-
isfirði í Suður-Múlasýslu. Hún er af merku fólki kom-
in, þar sem allskonar ágætir eiginleikar mætast. Sumir
ættmenn hennar hafa verið einstakir að þrótti og
hreysti og margir orðið gamlir. En meðal þeirra er
einnig að finna forspáa menn og margs vitandi, og
enn aðrir hafa verið hagir í orði og verki. — Hún er
9 ára að aldri, þegar hún missir föður sinn, og elst
eftir það upp með móður sinni í Hellisfjarðarseli.
Fer frá henni 26 ára og til Seyðisfjarðar, þar sem
hún giftist Pjetri Sveinssyni frá Vestdal. Býr með
honum 17 ár, á með honum 3 börn. Af þeim lifa nú