Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 66
«4
Hlín
ólöf hefur ekki verið kvellisjúk um dagana. Bylta,
sem hún fjekk fyrir mörgum árum, lamaði hana svo,
að síðan hefur hún gengið við hækju. Og gigtin hefur
heldur ekki látið hana óáreitta. Að öðru leyti má
segja, að hún hafi verið óvenjulega sterkbygð. Síð-
astliðið ár hefur hún að vísu oft verið lasin og farið
litið út úr herbergi sínu, en oftast klæðist hún. Og
þó ekki verði sagt, að hún haldi óskertum sálarkröft-
um, þá á hún samt eftir andlegt fjör. Hún les ennþá
gleraugnalaust, spilar »whist« við vini sína, kemst
öll á loft, hvar sem hún heyrir getið dáðar og dreng-
skapar og þegar minst er á Eggert ólafsson og Skúla
fógeta, þessa menn, sem jafnan hafa verið eftirlæti
hennar.
Mjer er enn í minni lítið atvik, sem kom fyrri,
seinast þegar jeg sá hana. Tveir drengir, sem heyra
til yngsta ættlið hennar, Ijeku sjer á gólfinu. Jeg
hafði orð á því, að þetta væri efnilegir drengir. Hún
samsinti því, og um leið varð andlitið eins og upp-
Ijómað. Það var eins og hún sæi í þeim von um vaska
menn, til að berjast fyrir góðum málefnum framtíð-
arinnar.
Þegar vinir ólafar á Egilsstöðum minnast hennar
nú á hundraðasta afmælisdeginum, þá leiðir af sjálfu
sjer, að við þá minningu eru ekki bundnar óslcir ein-
ar. Auðvitað óskum við öll, vinir hennar og vanda-
menn, nær og fjær, að seinustu æfistundirnar megi
verða eins ljúfar og auðið er og blundurinn hinsti
eins vær og verða má, en við minninguna eru einkum
bundnar þakkir, þakkir fyrir allt, sem hún hefur ver-
ið samferðamönnunum. Frá nánustu vandamönnunum
fyrir allt, sem hún hefur fyrir þá gert og verið þeim,
og frá hinum, sem fjær standa, fyrir hvað hún var
og er: Ein merkasta og sjaldgæfasta konan, sem þeir
hafa mætt á lífsleiðinni. Rhað í ágúst 1984.