Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 68
66
Hlín
ar. Vorið 1884 giftist hún sjera Jónasi Jónassyni, sem
þá var prestur til Stóruvalla á Landi. Bjuggu þau eitt
ár á Fellsmúla, en vorið 1885 fluttu þau norður í Eyja-
fjörð og bjuggu á Hrafnagili að mestu samfleytt til
1910, þegar sjera Jónasi var veitt kennarastaða við
Gagnfræðaskólann á Akureyri. Áttu þau síðan heima á
Akureyri til 1917, er hann varð að segja af sér kenn-
arastöðunni, þrotinn að heilsu, en þá fluttu þau um
skeið suður að Útskálum í Garði, til sonar síns, sjera
Friðriks Rafnar. Sjera Jónas andaðist í Reykjavík 4.
ág. 1918.
Frú Þórunn var fríð sínum og tíguleg í allri fram-
komu og þjóðkunn frá þeim árum, er hún bjó á
Hrafnagili, fyrir höfðingsskap og rausn, því að jörð-
in lá í þjóðbraut (vegurinn lá þá fast við bæjarvegg-
inn). Þangað kom því fjöldi gesta, bæði innlendra og
erlendra, enda var það svo, að menn hændust mjög að
því heimili fyrir glaðlegt viðmót húsbændanna og
rausnarlegar viðtökur, hvort sem í hlut áttu háir eða
lágir.
Jeg minnist þess t. d., að eitt sinn komu að Hrafna-
gili tveir þýskir vísindamenn, um sláttinn, með fylgd-
armenn og fjölda hesta og gistu. Fyrir þetta var engin
borgun þegin, því að aldrei var seldur greiði.1)
Það var raunar hin mesta furða, hve miklu var
hægt að miðla oft og tíðum, til ýmsra er erfitt áttu,
því að efnahagurinn var fremur þröngur, einkum á
fyrri búskaparárunum. En húsfreyjan var búkona,
einkar hagsýn, stjórnsöm og vel verki farin. Hún hafði
lært vefnað og ofið talsvert á yngri árum og kendi
*) Nokkru síðar mun þó sr. Jónas hafa fengið bókasendingu
frá Þjóðverjunum, með vinakveðju, og var honum þetta
mjög kærkomin sending, er jók þannig bókasafn hans að
góðum bókum.