Hlín - 01.01.1934, Page 69
tíUn
61
það sumum vinnumönnum, sem þar voru og ljet þá
vefa fyrir heimilið; ennfremur var hún mikil hann-
yrða- og saumakona, og nutu stúlkur oft tilsagnar
hennar. Þá fékk hún sjer prjónavjel, hina fyrstu í
Eyjafirði, og lærði að prjóna á hana af þeim leiðar-
vísi, er fylgdi. Prjónaði hún mikið fyrir ýmsa og vakti
löngum fram á nætur við að sauma saman prjónaflík-
ur eða við önnur verkefni, en maður hennar las þá
venjulega fyrir hana í bókum og fræðiritum.
Heimilisfólkið var margt, því að mikið var að
starfa. Árlega unnið að húsabyggingum eða jarða-
bótum. Kvennaskólahúsið á Laugalandi keypti sjera
Jónas, og var það flutt að Hrafnagili og sett þar niður
með nokkrum viðauka. Smiöir voru þar því og aðrir
verkamenn langdvölum. Þetta mun hafa verið mjög
að ráðum frú Þórunnar. Hún var stórhuga, og kunni
því vel að hafa margt manna starfandi á sínu heimili.
Auk þessa voru oft nemendur hjá sjera Jónasi á vetr-
um, einkum hin fyrri búskaparár þeirra á Hrafna-
gili. Ennfremur fjölgaði börnunum, ekki aðeins þeirra
eigin börnum, heldur tóku þau líka fósturbörn.
I-Irafnagil var að mörgu leyti fyrirmyndar heimili.
Húsfreyjan óvenjulega vel að sjer, bæði til munns og
handa, og sr. Jónas alkunnur fræðimaður.
En svo dró ský fyrir sólu. Börnin veiktust og dóu;
þannig mistu þau þrjú börn sín og tvö fósturbörn úr
berklaveiki á búskaparárum sínum á Hrafnagili, og
nokkrum árum síðar, er þau voru flutt til Akureyrar,
mistu þau enn son sinn uppkominn, Halldór að nafni,
einkar efnilegan pilt, úr hinum sama sjúkdómi.
I þessum veikindum öllum reyndi mjög á þrek frú
Þórunnar. Árum saman háði hún harða baráttu fyrir
lífi þessara barna sinna og fósturbarna, án þess að
láta bugast eða breyta í nokkru heimilisháttum, að
5*