Hlín - 01.01.1934, Side 70
68
HVLn
því er snerti stjórnsemi og rausn gagnvart heimilis-
fólki og gestum.
Það þarf mikið sálarþrek til að koma ávalt fram
broshýr, og þó með blæðandi hjarta, en svo var það
með frú Þórunni. Engum hafði til hugar komið, að
neitt amaði að, er hún kom til gesta sinna með gleði-
bragði, þó að hún kæmi beint frá sóttarsæng barna
sinna, og alltaf var hún reiðubúin að liðsinna þeim,
er til hennar leituðu, með ráðum og dáð.
Eftir lát manns síns dvaldi hún til skiftis hjá sonum
sínum, t. d. eitt ár hjá Oddi syni sínum í Kaupmanna-
höfn, en aðallega þó hjá Jónasi lækni, bæði á Akureyri
og í Kristnesi, eftir að hann varð hælislæknir þar.
Átti hún mörg síðustu árin við mikla vanheilsu að
stríða, en bar hana með hinu sama þreki, er einkendi
hana til dauðadags. Síðasta missirið dvaldi hún í
Reykjavík hjá Stefáni syni sínum, oftast rúmföst og
mjög þjáð. Þaðan sendi hún Eyfirðingum um áramótin
1932—1933 sína síðustu kveðju og hugheilar nýárs-
óskir með útvarpinu. Hún dó 16. mars 1933 og var
jarðsett að Munkaþverá 27. s. m.
Frú Þórunn var sífelt hugsandi um annara hag,
einkum þeirra, sem hjá henni höfðu dvaliö, en þeir
voru margir, er að vistum höfðu verið hjá henni á
Hrafnagili og víðar.
Þetta fólk alt og Eyfirðingar yfirleitt, munu lengi
minnast kvenhetjunnar með líöfðingslundina, frú Þór-
unnar Stefánsdóttur frá Hrafnagili.
Harmur er kveðinn að hjörtum þeim,
sem höfðu af þjer nokkra kynning,
nú bíðurðu þeirra í betra heim;
blessuð sje æ þín minning. —
P.