Hlín - 01.01.1934, Side 79
Hlín
n
arinnar, og notið við þetta aðstoðar listamanna og
annara kunnáttumanna.
Færeyjar.
Færeyingar, nánustu nágrannar okkar og frændur,
eru góðir heimilisiðnaðarmenn frá fornu fari, eins og
hinn fagri þjóðbúningur þeirra ber ljósastan vott um.
Fjárstofn þeirra er hinn sami og okkar, ullin því
mjög h'k. Þeir eru mestu snillingar í hverskonar
prjóni. Við þjóðbúning þeirra, bæði karla og kvenna,
eru notaðar prj ónapeysur og eru þær gerðar af miklum
hagleik og fjölbreytni. (Prjónagerðir þessar eru nýlega
komnar á prent í vandaðri útgáfu). — Á heimilisiön-
aðarþingi Norðurlanda, er haldið var í Kaupmanna-
höfn árið 1931, var safn af prjónuðum munum frá
Færeyjum, og þótti mikið til koma. — »Færeyisku
peysurnar«, sem við köllum, en sem flestar aörar
þjóðir kalla »Islandske uldtröier« eða »Islændinge«,
eru handprjónaðar, tvíbandaðar, mjög grófar, ein-
göngu framleiddar til sölu, því Færeyingar nota þær
lítið sem ekkert sjálfir, vanda meira peysur til eigin
afnota. En margan skildinginn hafa eyjakonurnar
fengið fyrir peysurnar sínar, þó ekki sé borgað nema
kr. 2.00 fyrir prjónið. Verða það ekki há daglaun.
Þegar jeg var í Færeyjum 1925, keypti jeg þar peysu,
kostaði hún kr. 4.00 og vigtaði 2 kg. — Peysurnar
hafa frá alda öðli verið verslunarvara í Eyjunum.
Þær þykja hlýjar og sterkar, allajafna hvítar meö
blárauðum ýrum (anilinlitur, óbilandi). — Það kveður
svo ramt að, að við íslendingar flytjum inn »Islæn-
dinge«. I stauð þess að við ættum að flytja út grófar
peysur, flytjum við þær inn.
Vefnað hafa Færeyingar iðkað frá fornu fari, bæði
sauðarlituðu vaðmálin í hversdagsfatnað karlmann-
anna, bláu vaðmálin í sparifötin og langröndótta vað-