Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 82
80
titin
enskar, og eins og sjá má af landabrjefi mjög af-
skektar, 2000 mílur, eða 6 daga sigling í norðaustur,
til næsta lands, Californiu.
Akuryrkja er eini atvinnuvegurinn, sem hjer er um
að ræða, sykurrækt og apríkósurækt, og er fram-
kvæmd í stórum stíl af auðfjelögum, og er sá bú-
skapur allur rekinn á vísindalega vísu, efnafræðingar
og ormafræðingar eru í þjónustu þeirra, enda settu
þeir heimsmet í fyrra með afurðum af einni ekru af
sykri, sem sje 10 tonn, að mig minnir.
Auðvaldsstjórn er hjer öllu ráðandi, að líkindum
eru það aðeins 2—8% af íbúunum, sem telja sig eiga
alt eignarvert á eyjunum, náttúrlega hvítt fólk, mest
af Nýja-Englandskyni, komið frá austurströnd Ame-
ríku. Forfeður þeirra komu hingað um 1820, sem
kristniboðar og tókst fljótt að ráöa lögum og loíum
meðal frumbyggja, en svo nefnist þjóð sú, sem hjer
var, er eyjar þessar fundust 1778, grein af póleniska
kynflokkinum, er rjeði yfir Suðurhafseyjum öllum,
frá Nýja-Sjálandi til Thaiti.
En þar eð frumbyggjar eyjanna þoldu illa stöðugt
erfiði á plöntuekrum hvítingja, var farið að smala
hingað allskonar lýð. Aðalskilyrðið var að fólkið gæti
unnið fyrir lítið kaup og væri nægjusamt og auð-
sveipið við yfirboðara sína. Flest þetta fólk var inn-
flutt til að vinna við búgarðana, áður fyr sem þrælar,
eða sama sem. En við innlimun eyjanna í Bandaríkin
1898, var þrælahald úr sögunni.
Þegar þrælabandið var leyst, flyktist fólkið í bæina
og afkomendur þeirra vilja heldur líða alt, en að vinna
á búgörðunum. Svo alltaf er flutt inn meira af alls-
lausu fólki, nú í seinni tíð frá Filippseyjum.
Höfuðstaður eyjanna er Honolulu, sú borg hefur
140 þúsundir íbúa, þar er J/3 af öllum eyjarskeggjum
samankominn, verra en heima, þar gerir y4 sig á-