Hlín - 01.01.1934, Page 84
82
Hlin
verður að bera á gömul trje, því marg'ir blettir eru
yfir 50 ár í ræktun.
Ýmsir, sem eiga mikið land hjer, hafa orðið aö
gefa leiguna eftir eða lækka hana, svo fólkiö flosn-
aði ekki upp af blettunum, þá færi alt í auðn.
Maður sá, sem jeg er hjá, tapaði töluvert á kaff-
inu, hann verður að borga alla hirðingu, en börn og
lítilmagnar geta gert flest, er þeirri yrkingu viðkem-
ur, og það gerir fólki fært að komast af, ef það fær
nógu mikla uppskeru.
Þó fólk sje fátækt hjer, þá er þó þetta besta hjeraö-
ið að því leyti, að hjer má fá ýmislegt með því einu
að bera sig eftir því. Hjer á lóðinni, sem jeg er nú,
vaxa bæði perur og brauðaldini, sem enginn hirðir,
nema þegar kýr eigandans komast inn og eta ávest-
ina. Hann hefur mjólkurbú í smáum stíl, og svo á
hann 150 nautgripi, er ganga sjálfala í skóglendi niö-
ur við hafið. Þetta er portugiskt fólk frá Azoreyjum,
næstum hvítt á lit. — Quava-epli fást nær alt árið í
efri skóginum, eina mílu hjeðan, og í neðra beiti-
landinu við sjóinn fást bæði rauðir og grænir ávextir
af kaktustrjánum, svo kókoshnetur og tamarínbaunir,
sem eru ágætar við hitasótt og til svaladrykkjar. Enn-
fremur má finna ýmsar ætirætur efra, ásamt burkna-
trje, er h'nsterkja fæst úr, með því að kljúfa stofninn
og ná í merg trjesins. Villisvín og geitur, kalkúnur og
fleiri fugla má fá efra í skóginum, þó er alt eign ein-
stakra manna eða fjelaga, svo öreigar verða að ræna
því, ef þeir þarfnast þess.
Fiskur er dýrari hjer en nokkurstaðar annarstaðar
í heimi, frá 15—50 cent 1 lbs., þ. e. pundið (jeg kann
engin skil á metravigt og máli, er tíðkast nú heima á
Fróni, mjer tókst aldrei að læra reikning), svo hjer
er innfluttur lax frá Ameríku og hertur og saltaður