Hlín - 01.01.1934, Side 86
84
Hlín
Alþjóð ætti að gjalda varhuga við þessu, og læra að
búa að sínu, áður en það verður um seinan.
Árið 1982 var sjerstaklega hagstætt ár frá náttúr-
unnar hendi yfir eyjarnar, nóg regnfall, og það er
fyrir öllu hjer. Kónahjerað hafði 9 mánaða regn af
og til, svo alt þreifst er plantað var, svo engin neyð,
held jeg, sje hjer nú, þó vinnu sje ekki að fá sem
nokkru nemur. Nú er fólkið að læra að komast af
með ýmislegt, sem fyr var sótt í sölubúðir, má til, þar
lánstraust er farið. En þar eð landiö getur framfleytt
öllu er vex bæði í tempruðu og heitu landi, þá er eng-
in neyð að komast af.
Hjer í eyjum er alt nýtískuskran að finna: Autó-
mobíla í þúsundatali, sá óvættur drepur og limlestir
fjölda fólks í bænum, radíó í helming af borgarinnar
húsum, og nú skal setja radíótelefón á milli megin-
lands og eyjanna, svo hægt verði að tala við fólk á
meginlandi Ameríku, virðist ótrúlegt að mögulegt sje,
en undrum aldrei linnir. — Jeg hefði getað sent eitt-
hvað af skrumbæklingum hjeðan, en þeir eru mest
lýgi til að veiða fáfróðan lýð til að koma hingað
(túristáfargan). Þingið gefur árlega 150 þúsund dali
til að veiða þann fjenað, en jeg sje engan hagnaö
fyrir alþýðu hjer af slíkri veiði. Svo er hjer flugfjelag,
sem heldur uppi flugferðum milli eyjanna, með far-
þega og jeg held póstinn, það eru flugbátar, því lítið
er um lendingarstaði á landi, enn sem komið er, á
tveim tímum fara þeir til Honolulu, þessar rúmar 100
mílur.
Nú er þurt, ofþurt, norðaustan-staðvindurinn, er
færir regn eyjunum, nær ei til vor vegna fjallanna
að austan við oss, þau eru nær 14 þúsund fet og nú
með snjó og ís, er orsakar að hjer er kalt að vetri til,
jeg er í vandræðum með að halda á mjer hita á morgn-
ana, til kl. 8 eða svo, það voru aðeins 50° Fahr. þ. 16.