Hlín - 01.01.1934, Síða 92
00
Hlín
því skyni að stuðla að því, að hinn norski her hefði
nóg af sjúkrafatnaði og rúmfatnaði, ef til ófriðar
kæmi, og nyti góðrar aðhlynningar. Það lá ófriður í
loftinu á þeim árum, og norsku konurnar æfðu sig í
því hópum saman á sjúkrahúsunum að leggja bindi
á særða menn, matbúa handa þeim o. s. frv.
Fjelagið hafði nóg af fatnaði handa hermönnunum,
sem lágu við landamærin 1905, og í heimsstyrjöldinni
var enn safnað, svo nóg væri til, ef á þyrfti að halda.*
Nú hefur verið friður í landi um langan aldur, sem
betur fer, og sneru konurnar sjer þá brátt að baráttu
við dauðann á öðrum vettvangi en á vígvellinum, nfl.
til baráttu við tæringuna. Nú í fullan mannsaldur
hefur fjelagið háð þessa baráttu og orðið mikið á-
gengt. Konurnar standa í stórræðum með byggingar,
sjerstaklega Hjúkrunarheimili (pleiehjem) fyrir
berklaveika, þau eru á víð og dreif um alt landið, og
eru þau flest til orðin fyrir ötula framgöngu fjelags-
kvenná.
*Um síðustu áramót átti fjelagið yfir 131 stofnun
að ráða í landinu. Það á 4 hjúkrunarkvennaskóla og
hafa útskrifast þaðan 1207 hjúkrunarkonur, og eru
685 af þeim á vegum fjelagsins víðsvegar um landið.
138 fjelög voru s. 1. ár styrkt af aðalfjelaginu til að
geta haft hjúkrunarkonu á sínum vegum. Á síðasta
ársfundi var 13 hjúkrunarkonum veittur styrkur til
framhaldsnáms.
Víðsvegar um landið vinna fjelögin að því að koma
upp almennum baðhúsum, útiskólum fyrir veikluð
börn, hafa læknisskoðun á börnum, sjá um tannvið-
gerðir á börnum o. s. frv. og njóta til þessa styrks frá
aðalfjelaginu. Það hefur 2 ferðahjúkrunarkonur í
* Fatnaður þessi er iánaður út, þegar stórslys bera að hönd-
um í landinu, stórbrunar o. fl.