Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 94
92
Hlin
fyrir því haft að fá inn 100,000 krónur fyrir þá á ári.
Munir voru keyptir s. 1. ár fyrir 27.000 kr.
Skrautskeyti (eyðublöð) gefa um 50 þús. kr. tekj-
ur á ári.
»Maiblómið«, vormerki íjelagsins, gaf s. 1. ár
198,000 kr. í kassann. (Tekjur fjelagsins af »Maíblóm-
inu« frá byrjun eru 3milljón krónur. »Alveg dæma-
laust blóm«, segir í skýrslu fjelagsins).
Þannig hafa þessir 4 föstu tekjustofnar fjelagsins
auðgað það um alt að því V2 milljón króna á árinu.
Stofnandi fjelagsins og formaður þess öll árin er
frú Fredrikke Marie Qvam á Gjævran í Þrændalögum.
Frú Qvam er stórmerk kona og hefur áunnið sjer al-
mannalof fyrir mannkosti sína og hæfileika. Hún er
nú komin yfir nírætt, en er vel ern, og ekki sagði hún
af sjer formannsstöðunni fyr en hún var fullra 90
ára. Hún fylgist vel með starfi síns ástkæra fjelags
eftir sem áður.
Aðalfundir fjelagsins eru haldnir annað hvort ár,
til skiftis til og frá um landið. Síðasti fundur var hald-
inn á Litlahamri og mættu þar 300 fulltrúar. (Stjórn-
in — 13 manns — hefir atkvæðisrjett, og hvert um-
dæmi hefur 6 atkvæði, hvort sem svo margir fulltrúar
mæta eða ekki). Fyrir fáum árum var aðalfundur
haldinn norður á Finnmörk.
Fjelagið hefur látið gera heiðursmerki, sem það
sæmir þá með, sem unnið hafa fjelaginu mest gagn í
orði og verki. 51 kona hefur hlotið merkið, þar á
meðal drottningin, sem er verndari fjelagsins, og svo
náttúrlega frú Qvam.
Fjelagið gefur út mánaðarblað, »Folkehelsen«, hef-
ur það komið út í 18 ár, ágætt rit, enda mjög vinsælt,
upplagið 10 þúsundir. (Verð kr. 3.00). — Ennfremur
gefur fjelagið árlega út skýrslu um starf allra fje-
lagsdeildanna. Eins og nærri má geta er það ekki neitt