Hlín - 01.01.1934, Blaðsíða 103
HKn
101
Þær þjóðir, sem fremstar eru að menningu, eiga
flesta slíka siði og hafa varðveitt þá vel gegnum ald-
irnar. Englendingar eru fremstir þjóða á þessu sviði,
enda er festu og þjóðhollustu þeirra viðbrugðið. Er
óhætt að segja, að ekkert hefur varðveitt giftu hins
enska þjóölífs eins og fastheldni þeirra við helgan
arf faguri’a siða.
Við íslendingar höfum ekki verið eins fastir á ýms-
um góðum venjum, er áður stóðu í blóma hjer á landi,
enda er fullmikið los á ýmsu í þjóðlífi okkar. Margir
gamlir siðir hinnar fornu sveitamennihgar, hafa um
of lagst niður, t. d. kvöldvökurnar, húslestrarnir, jóla-
siðir, borðbænir o. m. fl.
Hjer vil jeg vekja athygli á einum sið, sem var al-
mennur áður, en nú er að verða næsta fátíður, en það
er signingin.
Það má furðu sæta, að svo skuli komið vera. Þetta
er þó sú af kristnum venjum, sem einna næst kemst
hjarta kristinnar trúar — krossinum. Siðurinn á rót
sína að rekja til blessunarríkasta leyndardóms kristn-
innar. Signingin er það að vígja sig helgandi áhrifum
er streyma frá krossi lausnarans. Siðurinn er því
jafngamall kristninni hjer á landi, svo sem sjá má á
því, er eitt mesta göfugmenni sögualdarinnar, Njáll,
signdi sig og fól sig Guði á dauðastundu. En almenn-
ur varð siðurinn fyrst á 14. öld. Venjan var sú, að
menn signdu sig bæði morguns og kvölds. Af fornum
fræðum má sjá, að í sveitum þessa lands hefur al-
þýða manna signt sig á steinhellu bæjardyranna og
hver og einn horft á móti sól, einkum við morgun-
signingu. Sá, er signdi sig, gerði krossmark fyrir
brjósti sjer og sagði: Hjálpi mjer guð, faðir, sonur
og heilagur andi. Þá bað hann: Faðir vor, og fylgdi
stundum trúarjátningin. — Síðar, eftir siðabótina,
yar stundum beðið bænaima, sem Lúter skráði í Fræð-