Hlín - 01.01.1934, Page 106
104
HUn
um bil eins út, hvort sem jeg var í hversdagsfötum
eða hátíðabúningi. Og þó jeg sje lág í loftinu, þá
þykir þó börnunum vænt um mig, af því að jeg gef
þeim berin mín. Það er mín mesta ánægja, þegar þau
koma glöð og saklaus á svip, krjúpa niður og fylla
berjaföturnar sínar. Og þegar þau fara heim úr skóg-
inum á kvöldin, þá er það jeg, sem fæ mesta þakk-
lætið hjá þeim«.
»Er þetta ekki yndislegur dagur?« sagði birkitrjeð
við blágresið, sem óx við rætur þess. — »Jú«, sagði
blágresið og brosti í öllu sínu sakleysi. — »Alls þess
fegursta, sem sumarið hefur að bjóða, fáum við að
njóta í dag«. — »Já, í dag fáum við að njóta þcss.
En alt í einu kemur svo þokan og regnið og þá verð-
ur alt svo ömurlegt og við í þungu skapi«. — »Nei,
þá lokum við bara augunum og látum okkur dreyma
um ljósið og ylinn, og þá líöur oltkur vel, hvernig sem
umhverfið er«. — »Getum við þá alltaf látið okkur
líða vel?« — »Já, ef við reynum stöðugt að sjá sólar-
geislana. Gleymum ekki sólinni, þó hún felist bak viö
skýin«. — »Ekki vermir sólin, þegar hún er bak viö
skýin«. — »Jú, víst gerir hún það, þó hún skíni ekki
jafn heitt«.
Silfurtær berglind kom ofan frá fjallsrótunum og
streymdi gegnum skóginn. Hún hafði hlustað á sam-
talið, og nú langaði hana til þess að segja eitthvaö
> lika. — »Þú skilur ekki blágresið«, sagöi hún við
birkitrjeð, »það horfir stöðugt á hið bjarta og fagra,
sem lífið hefur að bjóða, og geymir áhrif þess í sál
sinni. Þess vegna er svipur þess svona undurblíður og
hreinn«. — »En blágresið er veikt, það þolir ekki
storma«. — »Já, raunar er það veikt, en þó hef jeg
oft undrast, hvað það þolir. En af því að það er svona
fagurt og hreint, þá er það svo kærleiksríkt. Og það