Hlín - 01.01.1934, Page 112
iio
Hlín
óhæfilegar á þeim rúmum, sem setið er á. En nútíminn heimtar
svo mikið af húsmóðurinni, að hún hefur sjaldan tima til að
sitja við að prjóna stórar ábreiður í höndunum. Prjónavjelin
á því að notast við þetta eins og annað prjón. Sem betur fer
er hún orðin algeng eign heimilanna og ljettir mikið vxnnu-
brögðin, en hún þarf að verða algengwi, því hver einasta al-
þýðukona þarf að eiga part í prjónavjel, hafi hún ekki efni á
að eiga hana ein, og þar sem þetta er skammt á veg komið,
þurfa kvenfjelögin að eiga vjel og kenna fólki að nota hana
og svo til hjálpar fátækustu barnakonunum.
Ástæðan til að mjer datt í hug að fara að prjóna ábreiðu
var sú, að maðurinn minn, sem oft starfar fram á nætur,
hvílir sig venjulega eftir miðdegisverð og þarf þá að hafa eitt-
hvað til að breiða ofan á sig.
Jeg er svo heppin að eiga stóra prjónavjel, 140 nálar á
kamb. — Jeg byrjaði á að prjóna iengju úr tvöföldum lopa
með sljettu prjóni í hring, litaði rautt og klipti svo upp hólk-
inn öðru megin og uppfitjunina. Til þess að stækka ábreiðuna
prjónaði jeg kant utanum, á að giska 15 cm. breiðan, prjónaði
hann úr eingimi, sem spunnið er úr tvöföldum lopa og hafði
á honum skekt prjón.
Nú þótti mjer ekki ábreiðan nógu þykk, tók því ljósgráan
lopa og prjónaði hann á sama hátt og ytra borðið og notaði
það í fóður undir ábreiðuna.
Nú upp á síðkastið er jeg farin að hafa þetta nokkuð öðru-
vísi: Ytraborðið hef jeg úr bandi, einföldu en spunnið úr tvö-
földum lopa, jeg reyri það til þess að fá fleiri liti og prjóna
eins og fyrr fóður úr lopa.
Ábreiðu með þessari gerð hef jeg haft með mjer á ferðalagi
um Noreg og Danmörku í sumar og hefur hún hvervetna þótt
prýðilega hentug. — Jeg þarf ekki að lýsa því fyrir þeim,
sem vanir eru ferðalögum, hve mikil þægindi það eru að hafa
ullarábreiðu með sjer t. d. í bifreiðum, annaðhvort í sætið eða
utan um sig, ef kalt er. Eða þá á skipi ýmist undir í rúmið
eða ofan á, eftir því sem best hentar.
Hvert heimili á Islandi, já, jafnvel hver maður, ætti að eiga
svona ábreiðu úr íslensku bandi, ábreiðu, sem bæði er ódýr
og fljótunnin. — Sje heimilið ekki þannig statt, að það hafi
ástæður til að framleiða ábreiðurnar sjálft, ættu hín heimilin,
sem ullina og vjelarnar hafa, að framleiða þær til sölu, og
þannig gefa öðrum tækifæri til að eignast þær.
J. S. L., Lækjamóti.