Hlín - 01.01.1934, Side 114
112
Hlín
Nú eiu margir að hekia gólfmottur úr bandi eða lopa og
eru það inndælar mottur.
Það eru allir að reyna að spinna og nota ull. Ullin var
mjög ódýr fyrir ári síðan, aðeins 3—5 cent fyrir pundið af ó-
þveginni ull, en í sumar sem leið var hún komin upp í 10—
15 cent.
Sumar konur, sem ekki eiga rokka, kemba bara ullina og
teygja í lopa (lippa) og prjóna peysur úr lopanum og eru
þær bara furðu fallegar, en jeg býst við að þær sjeu ekki vel
endingargóðar.
Það er margt búið til heima nú, sem áður var keypt í búð-
um, t. d. sokkar. — Ein kvenfjelagskonan okkar prjónar
sokka og selur fyrir kvenfjelagssjóð, ein býr til mysuosta, ein
brúnt brauð, jeg sel blómaplöntur í baukum, aðrar taka blóm
úr garði og selja. Tvær eða þrjár konur keyptu 1 bush af
hveiti og sáðu og komu 4—5 dalir frá hverri.
AUt er þetta gott.
G.
Úr Islendingabygðwm vestanhajs er slorifað: —
Jeg ætla að geta þess, »Hlín« til gamans, að þau 40 ár,
sem jeg er búin að vera hjer í Manitoba, hefur tóskapur
verið stundaður af miklu kappi meðal landa í bygðum hjer
og jafnvei í bæjunum líka. Mörg heimili hafa haft mikinn
hagnað af því að selja fiskimönnum sokka og vetlinga. Alt
er það eingirni, sem reynist engu lakara en tvöfalt band.
Hjer í Manitoba hafa verið rokkasmiðir, síðan jeg kom
hingað fyrst, en flest heimili hafa prjónavjelar, þó má ekkl
prjóna totur eða þumla í þeim, svo mikið er prjónað í hönd-
unum. Fiskimenn vilja helst hafa alt handprjónað. Veturinnhef-
ur verið mjög kaldur og snjóasamur og bregður okkur ekki við
það, Canadabúum, en nóg er af skóginum til að hita upp hús-
in, hve lengi sem hann endist, eins og hann er hlífðarlaust
höggvinn, en víða er aftur ræktaður skógur.
Úr Jökulfjörðum er slcrifuð: —
Jeg ætla þá loksins að verða við bón þinni um að skrifa
»Hlín« eitthvað úr mínum hreppi (Grunnavíkurhreppi), samt
er ekki að búast við að það verði margt eða merkilegt, þó
mætti sitthvað tiltína hjeðan, ef ritarinn væri góður og þvl
starfi vanur.
Enginn simi er hjer í hreppi og engin verslun, og verða
flestir að sækja nuuðsynjar sínar til Isafjarðar, að sönnu er