Hlín - 01.01.1934, Page 118
116
Hlín
nokkru aKÍfta um árabil, eða þangað til það komst undir um-
sjá sóknarnefndar og almennings. — Átta fundir voru haldnir,
en lö nýir meðlimir gengu í fjelagið. 1 sjóði átti fjelagið a
aðalfundi tæpar kr. 1200.00. — Þetta er nú orðið lengra en jeg
bjóst við, en mig langaði til að gera yður úrlausn með »frjettir
af fjelaginu« eins og þjer mæltust til. G.
Bwmaskólastjóri í kauptúni einu segir svo frú: — Jeg hef
ekki getað haft handavinnu hjer í skólanum fyr en í vetur, að
mjer datt það snjallræði í hug, að láta smíða langborð með
»búkkum« undir, sem jeg set upp í annari kenslustofunni.
Handavinnutímana hef jeg svo síðustu tímana á daginn pg
tek þá skólaborðin og set þau út að veggjunum og vinna svo
drengirnir við langborðið, sem nær eftir endilangri stofunni.
— Kenslan gengur vel og hafa drengirnir meira gaman af
handavinnunni en af nokkurri annari námsgrein, sem jeg hef
kent í skólanum.
Jeg hef látið þá vinna ýmislegt, sem notað er á öllum sveita-
heimilum, svo sem að bregða gjarðir, fljetta reipi, búa til
hnappheldur, beislishöfuðleður, gólfmottur o. fl. Einnig hef jeg
látið þá smíða sleða og ýmsa aðra smáhluti.
Skólinn á engin smíðaáhöld, en drengirnir hafa lagt þau til
sjálfir. ^ Þ. S.
Garðyrkjukonur. — Átta garðyrkjukonur eru starfandi til
og frá um landið, flestar á vegum kvenfjelaga og eru þær
styrktar af Kvenfjelagasambandi íslands og Búnaðarsambönd-
unum. Þær starfa flestar frá 1. maí til 1. okt., fara 3—4 um-
ferðir um fjelagssvæðið. í síðustu umferðinni er kend mat-
reiðsla garðávaxta.
Úr Landssveit í Rangá/rvallas'ýslu er skrifað: — Jeg er mjög
þakklát fyrir garðyrkjukonuna, sem okkur hjer var send. Við
erum svo ánægðar með kálið okkar, þó það sje í byrjun. Jeg
átti í sumar 15 tegundir af garðávöxtum í garðinum mínum,
sem margt þroskaðist vel. B.
Af Vestwrlandi er skrifað 16. olctóber 1933: — Við höfum,
að heita má, haft krækiber og nýmjólk í kvöldskattinn síðan
12 vikur af sumri, sparað með því mikið mjöl. Vika síðan tæp,
að síðast var tínt, en nú er frost búið að vena í 2 nætur, svo
nú er líklega úti um þau lífsgæði í þetta sinn. J.
Af Vesturlandi cr skrifað í október 1933: — Berjaspretta
var óvenj ulega mikil þetta blessaða sumar. Mörg heimili bæði