Hlín - 01.01.1934, Side 119
117
fflín
í sveitum og bæjum hafa safnað miklu af berjum tií eigin af-
nota og til sölu. Heyrt hef jeg getið um að eitt heimili hjer
vestra hafi selt ber fyrir 200 krónur í haust. — Laglegur
skildingur!
í saft eru krækiber alveg sjerstaklega góð, höfum við haft
þann sið að mala berin í kjötkvörn til að flýta fyrir. — Blá-
berin þurkuðum við til geymslu, fyrst úti og svo í ofnskúffu
við hægan hita.
Mjer er sagt að rabarbari hafi verið seldur fyrir 150 krónur
frá einu heimili hjer nærlendis í sumar.
Atvinnuvegir íslendinga gerast nú margþættir!
Af Norðurlandi er skrifað: — Jeg fór til grasa einu sinnf
í sumar með krakkana, part úr degi. Við fórum ekki nema
hjerna í ásana skamt fyrir ofan og tíndum þar fullan poka
af bestu grösum. Hjer eru nóg fjallagrös, mjer þykja þau svo
góð í mjólkurgrauta. Við kunnum að meta grasaysting. Þ.
Af Norðurlandi er skrifað: — Þar sem jeg þekki til, sparar
fólk mikið kornmat með garðmeti og fjallagrösum. Þar sem
ekki er markaður fyrir mjólkina, eins og hjá okkur, hafa menn
hana til heimilisþarfa ásamt kjöti og fiskmeti, svo þá verða
máltíðirnar tíðast íslenskar. Kaffinotkun hefur minkað, en þó
víðast haft einu sinni á dag. Hjer úr suðurdalnum hafa fjalla-
grös verið seld inn í Eyjafjörð og til Akureyrar. Rabarbari er
víða ræktaður á bæjum og töluvert notaður yfir sumarið, nú
farið að geyma hann þurkaðan til vetrar af sumum. G.
Af Suðurlandi er skrifað 1933. — Frostin og stillumar sem
voru um tíma í vetur, gerðu það að verkum, að við gátum,
aldrei þessu vant, hert þó nokkuð af blessaðri feitu ýsunnl,
sem barst á land í vetur um tíma. Það varð alveg indælis freð-
ýsa úr þessu hjá okkur. — Við reynum þetta áreíðanlega
framvegis, þetta er svo holl og góð fæða, og lítið fyrir haft,
ef vel heppnast, aðeins þarf að gæta þess að fletja fiskinn
vel og þvo hann rækilega, helst úr sjó.
Hvernig stendur annars á því, að fólk er hætt að herða fisk
eins og áður tíðkaðist, annar eins landburður og hefur verið af
fiski og ekki síst ýsu á seinni árum? M.
Sunnlenslcur sjómaður segir svo frá: — Þegar jeg var ung-
lingur, reri jeg nokkrar vertíðir á Suðurnesjum. Það var ekki
siður að hafa neinn bita með sjer á sjóinn í þá daga og lítið
varð oft um snæðing, áður en maður lagði af stað. En lýsis-