Hlín - 01.01.1934, Qupperneq 122
120
Hlln
urför um löndin síðustu 10 árin, framförin var svo augljós
og vöxturinn. Heimaunnin og þjóðleg verðmæti eru hreint og
beint móðins í heiminum um þessar mundir og atvinnuleysið
hefur, bæði beinlínis og óbeinlínis, gefið honum byr undir báða
vængi. Atvinnubótanefndir hafa víða gert styrkþegum það að
skyldu að taka þátt í verklegum námsskeiðum, sem hafa verið
sett á stofn í því skyni, vinna nemendur ýmist handa sjer eða
framleiða til sölu.
Vefnaðurinn er sú grein heimilisiðnaðar, sem er langalgeng-
ust í löndum þessum. Þúsundir manna hafa atvinnu af heima-
vefnaði. Öll hin stærri fjelög og útsölur hafa- ráðið til sín
teiknara, menn eða konur, sem þeir hafa í ráðum með sjer
við gerðir og tilhögun lita, svo vefnaðurinn fullnægi listasmekk
kaupendanna.
Mikið er ofið af húsgagnafóðri og fataefnum, móðurinn
mælir svo fyrir að ullarefni, og jafnvel sumt af bómullarefn-
um líka, sje úfiíi og hnökrótt, sú ullarvinna þætti ekki falleg
á Islandi.
Það eru engar smáupphæðir, sem talið er að heimilisiðnaður-
inn velti áfram. 1930 gerði landbúnaðarráð Svía áætlun um
hvers virði þessi framleiðsla væri, og komst að þeirri niður-
stöðu að framleitt væri í ríkinu heimilisiðnaðarvörur fyrir 40
milljónir króna, þar af 15 millj. til sölu og 25 millj. til heima-
notkunar. — Á seinni árum er framleiðslan miklu meira notuð
af landsmönnum sjálfum í stað þess að áður var mest unnið
handa ferðamönnum.
Einna skemtilegast sögðu forgöngumenn að það væri, er
þeim var falið að útbúa heil hús með öllu heimaofnu: Gólf-
ábreiðum, gluggatjöldum, rúmábreiðum, dúkum og húsgagna-
fóðri.
Hannyrðir eru svo að segja eingöngu af þjóðlegum rótum
runnar og eiga heimilisiðnaðarvinir hauk í horni í þeim efnum
þar sem þjóðmenjasöfnin eru, oft í hverju hjeraði, svo hægt
er að ná til þeirra, oft þannig úr garði gerð, að gömlu húsin
l