Dvöl - 01.07.1937, Page 45

Dvöl - 01.07.1937, Page 45
D V 0 L 243 hann getur sagt um með fullri vissu, hve margar tunnur af stein- lími hafa farið í hverja einustu byggingu á jörðinni og hve mörg dagsverk. Hann gerir nákvæmar á- ætlanir um hverja framkvæmd og fylgir þeim betur en flestir verk- fræðingar. Hann er með dæmafárri elju búinn að ná því takmarki sínu, að gera jörðina að einstöku og stórmerkilegu höfuðbóli. Fram- kvæmdir hans eru miklar og allar bera þær vott um skarpa og ein- kennilega hugsun og óbilandi festu og þrek, að leiða hverja baráttu til sigurs. En einmitt af því að Hákon Finns- son er svo sjálfstæður í hugsun, þá eru sum mannvirki hans, og þó einkum bærinn, með talsvert frum- legum blæ. Lærðir byggingameist- arar myndu vafalaust ekki alltaf vera sammála Hákoni Finnssyni, en hann er alitaf reiðubúinn til, með glöggum rökum, að fræða gesti sína og góðvini um allt við- víkjandi hinum margháttuðu framkvæmdum á Borgum. Hákon Finnsson hefir með mik- illi framsýni, skapandi orku og ó- bilandi elju gert Borgir að glæsi- legri jörð. Sjálfsagt hafa margir bændur unnið eins mörg og löng .dagsverk eins og einyrkinn á Borg- um. En það sem sérstaklega ein- kennir Hákon er listasmekkur hans og listfengi í öllum hans framkvæmdum. Þannig er Hákon Finnsson, ein- yrki, dugnaðarmaður, listamaður, rithöfundur og bóndi. Ég hefi lýst hér þrem smábænd- um í samgöngulítilli sýslu. Ég vona að þessi dæmi sýni skáldum, að þau hafa oft verið lítið kunnug bændum, er þau rituðu bækur sín- ar. NÝ BÓK EFTIR REMARQUE. Fáar bækur, sem út hafa komið eftir striðið, hafa hlotið jafn almennar vin- sældir og stríðssögur pýzka rithöf- undarins Erich Maria ftemarque: „Tíð- indalaust á vesturvígstöðvunum" og „Vér hélduin heim“. — Þær hafa verið þýddar á tungur flestra menningar- Þjóða, verið kvikmyndaðar — og merk- ir andans menn hafa látið sér pau orð um munn fara, að ýmsir hafi óverðugri fengið friðarverðlaun Nóbels en höf- undur þessara bóka, sem lýsa svo skil- merkilega og hispurslaust ógnum og böli styrjaldanna. — Remarque á ekki heima í Þýzkalandi núna. (Hann er friðflytjandi). En hann heldur áfram að skrifa og hefir fyrir skömmu sent á markaðinn nýja bók, sem einnig er komin út á Norðurlandamálunum. Sú bók mundi heita á islenzku „Félagar" (á dönsku er titillinn „Kammerater", á sænsku „Kamrater"). Merkur sænsk- ur bókmenntafræðingur hefir farið mjög lofsamlegum orðum um bók þessa, sem er um lífsbaráttu ungra manna eftir að þeir koma „heim“ úr stríðinu, og telur hana sízt standa að baki fyrri bókum höfundar,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.