Dvöl - 01.07.1937, Page 48

Dvöl - 01.07.1937, Page 48
246 D V ö L er ekki til þess að fá sér bíl, viilu og næga vexti til þess að lifa af. — Einn dag kom frú Hansen heim úr búðarferð. — Ég hefi keypt nokkuð handa okkur í dag, sagði hún, en þú verður að geta upp á, hvað það er. — Hansen gizkaði á eitt og annað, þess þurfti hann annanhvern dag, og venjulega var hann fljótur að gizka á það rétta, en nú mistókst það hvað eftir annað. — Þú getur ekki getið, sagði frú Hansen og hló, — það er rúm, — spánnýtt rúm. — Spánnýtt rúm? Hansen sperrti brýrnar. — Hversvegna? Við eigum gott rúm. Ég sef ágæt- lega í mínu rúmi, og hingað til hefir þú ekki kvartað. — — Það er f jaðradýnu-rúm, það er hæstmóðins nú, sagði frú Han- sen. Maður eyðir þriðjung æfinnar í rúminu, sögðu þau í búðinni, og það er víst alveg satt, þó að ég hafi nú aldrei fyrr veitt því at- hygli, og þess vegna verður mað- ur aö eiga gott rúm, til þess að sofa í og svona fjaðradýnurúm endast alla æfina. •*— Hm, já, þetta getur allt ver- ið rétt og satt, sagði Hansen með hægð, — hvað kostar það? Já, það er ekki vegna peninganna, en ég sef svo\ljómandi vel í gamla rúm- inu. — — Mér hefir lengi gramizt gamla rúmið, sagði frú Hansen, og þeim peningum, sem við verjum okkur til þæginda, er vel varið, það veit ég. — Það kostar 600.00 krón- ur með öllu og öllu. — Tja, sagði Hansen, og svo féll talið niður. En þetta var »ú gott rúm, það viðurkenndi Hansen strax. Það var tvöfalt rúm, með tveimur fjaðra- dýnum, en gaflarnir í heilu lagi, og það var „lakkerað11, svo að ekki þurfti að fægja það. — Og að nokkrum vikum liðnum, þegar hr. og frú Hansen höfðu vanizt rúm- inu, voru þau sammála um, að þau hefðu aldrei sofið jafnvel, — betra rúm var ekki til. En einn góðan veðurdag varð Hansen ósáttur við systur sína, sem fengið hafði 1200.00 króna lánið, og Hansen varð það ljóst, að þær 1200.00 krónur sæi hann aldrei framar. Og kjarakaupin hans bróður frú Hansen, sem feng- ið hafði 5000.00 króna lánið, fóru út um þúfur og þannig ruku þeir peningar, og þegar Hansen og frú sátu saman eitt kvöld og gerðu upp reikningana — því að þau höfðu nákvæmt reikningshald — þá urðu þau þess vör, að þessar 18000.00 krónur voru að mestu horfnar. — Þetta gerir nú ekki svo mik- ið til, sagði Hansen, því að við þurfum ekki að svelta þess vegna, en samt álít ég, að bróðir þinn ... — Það er nú víst ekki Einar einn, sagði frú Hansen rólega, en þó með áherzlu, — þú getur ekki sagt, að það sé bara mín f jölskylda

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.