Dvöl - 01.10.1938, Side 3
DVÖL
6. árg. 1038
4. hefti
Óveður
Eftir L. A. G. Strong
Hann skálmaði eftir grýttum
götuslóðanum, sem lá út á flat-
neskju heiðarinnar, hnyklaði brún-
irnar iog tautaði fyrir munni sér.
Hann vék út af götunni, eins fljótt
og hann gat, og fór beinustu leið
upp bratta brekku, sem var alþak-
in lágum og kyrkingslegum runn-
um. Hann gekk rösklega, meðan
hann brauzt upp brattann, steig
þungt til jarðarinnar og óð mjúk-
an mosann af öllu afli og öllum
þeim ofsa, er bjó hið innra með
honum. Hann laut áfram til þess
að neyta betur kraftanna, en
skeytti hvorki um molluþrungið
loftið né svitann, sem draup af
honum við hvert fótmál.
Eftir nokkrar mínútur var hann
kominn upp, á hæðina og nú, þeg-
ar brattinn var yfirunninn, sóttist
honum ferðin greiðlega. Ofurlítil
gola þaut framhjá og strauk hon-
um um vangann, og þótt honum
væri þungt í skapi, hafði hann ó-
ljóst veður af atlotum hennar. En
það, sem efst var í huga hans,
kærði sig hvorki um huggun né
blíðu og rak hann áfram ákveðn-
um, hröðum skrefum. Hann stefndi
þvert á þjóðveginn og átti um
hundrað faðma ófarna að honum.
Smátt og smátt styttist þessi spöl-
ur, einsi og viljakraftur hans seild-
ist eftir veginum og drægi hann
til sín; innan lítillar stundar glamr-
aði í járnuðum stígvélunum og
hann gekk yfir veginn í þremur
skrefum, svo stökk hann og þau
komu hljóðlaust niður í grasið
hinumegin.
Nokkru neðar voru tveir gaml-
ir menn að gera við veginn. Rödd
annars þeirra barstskýrtoggreini-
lega til hans gegnum þungt mollu-
loftið.
„Ég held það sé óveður íaðsigi,
Joeu. Hinn svaraði með dýpri og
óskýrari rödd:
„Já . . . kannske þrumur, eins
pg . .
En göngumaðurinn gaf þeim,
eða óveðrinu, sem þeir voru að
spá, naumast nokkurn gaum. Sól-
in skein ólundarlega og einurðar-
laust, eins og hún hefði framið