Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 4

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 4
242 D V Ö L eitthvað, sem hún þyrfti að blvgð- ast sín fyrir; ófrýnileg ský, með allavega tenntum iog laufskornum jöðrum, komu svífandi hvert á fætur öðru utan frá sjóndeildar- hring log lögðu leið sína inn yfir dalinn; fuglarnir kvökuðu ósköp aumkunarlega og nokkrir þutu upp með gargi og hamagangi, — en hann hélt áfram, snöggklædd- ur, lengra og lengra inn á heiðina. Hvernig var hægt að þrá nokkra konu meira en allt annað milli himins og jarðar, meðan hún var nærstödd, en láta hugann aldrei reika til hennar, þegar hún var fjarverandi? Hvernig í fjandanum var það hægt? En þó öllu fremur — hvernig gat nokkur kona orðið allt önnur. í sínu innsta eðli, þegar karlmaður var farinn frá henni og hún var orðin ein? Það var hin mikilvæga spurning. Þegar þau voru saman, var hún blíð og elskuleg, ekki vantaði það, og eft- irlát, já, og aldrei með neina þver- úð eða frekju — það mátti hún eiga; og það var svo fjarri því að hún kvartaði nokkumtíma, virtist vera hin ánægðasta með lífið, það gæti engum' dottið í hug að hún byggi yfir óánægju eða umkvört- unum. En óðar og hann var far- inn, og heitasti blossinn í lruga hans sbkknaður í þetta skiptið — sem var líka einasta bótin, því að á slíku stigi gat enginn maður lif- að til lengdar — þá köm bréf frá henni, fullt af allskonar aðfinnsl- urn og kvörtunum. Hversvegna hafði hann sagt þetta eða hitt (sem hann minntist alls ekki að hafa sagt); hversvegna hafði hanngert eitt og annað, sem hún tiltók (en hann hafði aldrei látið sér detta í hug að gera), og hversvegna hafði hann látið þetta ógert, eða sýnt henni svo og svo mikla ó- virðingu, eða brigzlað henni um galla hennar og ófullkomnun (þeg- ar honum hafði ekki einu sinni kíomið slíkt til hugar). Þegar karl- maðurvarhjáhenni, var hún ekk- ert nema, brosið og blíðuhótin, en þegar hann var farinn, var hver snefill af öllu því, sem hann hafði gert eða ógert látið, nægilegt til- efni til ásakana og aðfinnslu. Ekki góðar og gegnar umkvart- anir, settar fram í djörfung og reiði, takið eft— hann hrasaði um stein og bölvaði — heldur þetta volæðiskennda smánöldur. Ég veit, að ég er ekki nógu góð handa þér og ég er fús til þess að leggjast í duftið við fætur þína, en það er samt óþarfi fyrir þig að gera gys að mér og varpa forsmán og fyrirlitningu á auðmjúka ást mína. Djöfullinn sjálfur! Hann fékk gallbragð upp í háls- inn ogl á tunguna, og gnísti tönn- um og gretti sig hörkulega, um leið og hann renndi niður aftur. Þessi bölvuð undanlátssemi í henni, það var nú einmitt hún, sem var helzt um of. Hversvegna hafði hún enga sjálfsvirðingu? Gat hún ekki sýnt karlmanni mót- stöðu? Nei, það gat hún ekki,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.