Dvöl - 01.10.1938, Síða 10

Dvöl - 01.10.1938, Síða 10
248 D V ö L Nú var hún alveg á hælunum á honum. Sú skyldi fá hlaup, en engin kaup. Hann vék einu sinni eða tvisvar snöggt til hliðar, svo að hún næði sér ekki, en brátt kom jafnvel hann auga á, hve slíkt var barnalegt og ósamboðið virðingu fulltíða manns, svo að hann nam staðar og snéri sér móti henni. „Hana nú,“ sagði hann, ,,og hvað svo?“ „Elsku Davey,“ sagði hún og gekk upp og niður af mæði. „Farðu ekki svona frá mér — ég þoli það ekki. F>ú mátt mis- þyrma mér — hefna þín á mér ----þú mátt bara eklci fara burt og skilja mig eina eftir. Mis- þyrmdu mér — ég vil, að þú mis- þyrmir mér.“ Hún hélt dauðahaldi í hann og þrýsti sér upp að honum, óstyrk og lafmóð. Treyjan hennar hafði opnazt lítið eitt að framan, og hann sá brjóst hennar bifast. And- ardráttur hennar kom framan í hann sem hlýr, ilmandi gustur. Líkami hans var allur á heljar- þremi uppgjafar. Eftir andartak skyldi hann leggja af stað að nýju. Hann greip um axlir hennar og hélt henni frá sér. Hún hallaði höfðinu aftur, og vegna þess, hve móð hún var, blöstu við honum útþandar nasir og opnar varir. Hann lokaði augunum. „Nei — þú — vilt — það — ckki/‘ sagði hann hægt. Nú var hún alvarlega óttasleg- in og greip föstum tökum í báða handleggi hans. „Nei — þú — vilt — það — ekki“. „Davey — misþyrmdu mér, sláðu mig, gerðu hvað sem þér sýnist, en opnaðu augun, Davey -- þú ert voðalegur í framan. Opnaðu augun. Davey — Davey! Davey!“ Hún æpti upp yfir sig, reif lausa aðra höndina og barði í andlit hans í hamsleysi. Hann glotti kuldalega og setti höfuðið í svipaðar stellingar og menn gera, þegar þeir ganga móti hagléli. Hvernig fer, þegar maður beitir öllum líkamskröftum sínum gagnvart konu? Skyldi hún beinbrotna? Skyldi höfuð hennar lenda á steini og það ríða henni að fullu? Jæja, því varð tilvilj- unin að ráða; hann var með lokuð augun. Hann hreyfði hendur sínar og fætur til þess að hafa betri fót- festu og ná öruggara taki, dró svo djúpt að sér andann og fleygði stúlkunni frá sér af öllu því afli, sem hann átti til. Hann heyrði daufan dynk, þegar hún slengdist til jarðar, og snöggt hljóð, líkast hiksta, sem hún gaf frvá sér um leið. Hún hafði ekki lent á steini; hún mátti sannar- lega hrósa happi. Svo snéri hann baki við þeirri átt, sem hljóðið kom úr, og tqk á rás. Fyrst í stað hljóp hann hratt og létt, en þegar hann kom niður á óslétta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.