Dvöl - 01.10.1938, Side 22

Dvöl - 01.10.1938, Side 22
260 D V Ö L samt hætta. Frumnáttúra landsins týnist. Jafnvægið, sem aldagömul þróun hafði skapað milli tegund- anna raskast. Ýmsar tegundir dýra og jurta deyja út og aðrar flýja land, af því að þær fá ekki lengur fullnægt lífskröfum sínum. Fjöl- breytni landsins minnkar smám saman og allt landið og íbúar þess steypast í hið sama mót. Deigla vélamenningarinnar umskapar þá og skilar þeim í sama forminu. Þetta hefur orðið áhyggjuefni margra mætra manna því að kunn- ugt er, að náttúra hvers lands mótar íbúa þess að meira eða minna leyti. Því fjölbreyttari sem hún er, af því fjölþættari toga er eðli íbúanna spunnið. Ætíð liggur hætta í því, er menn hverfa frá samlífinu við náttúruna og inn í hýði borgarlífsins. Enda þótt lífið í bæjunum veiti ýmis gæði, þá er það staðreynd að það dregur úr athugun manna og íhygli. Ein- mitt til að vega á móti þeirri hættu hafa menn tekið til þess ráðs að geyma einhvern blett alfriðaðan í héraði hverju, þar sem um ald- ur og æfi er hægt að kynnasthinni ósnortnu náttúru. Friðun af þessu tæi hefur enn ekki þekkzt hér á landi, enda munu margir telja hennar Iitla þörf. Ræktunin og þéttbýlið færast ekki svo ört út um landið, að ekki sé nóg eftir af ósnortnu landi, en hér er önnur hætta, ránhættan. Frá því sögur hófust hefur verið hér rányrkja á öllum gæðum landsins, og hætt er við að svo verði enn um hríð að einhverju leyti. Hver verðmæti hafa tapazt á þennan hátt verður ekki með tölum talið, en víst er að þau eru mikil og nægir í því sambandi einungis að nefna skóg- ana. Eyðing íslenzka skóglendis- ins sýnir hverjum ósköpum rán- yrkjan fær valdið. í síðasta lagi má telja það til náttúrufriðunar, að hindrað er að útsýni og umhverfi fagurra staða sé spillt með allskonar mannaverk- um, þörfum og óþörfum, t. d. aug- lýsingum á steinum og klettum og fleiru þvílíku, sem mjög tíðkast erlendis og nokkuð hefur orðið vart hér í nágrenni Reykjavíkur. Yfirleitt er að því keppt að láta öll ónauðsynleg mannaverk vera með því sniði að þau falli sem bezt saman við þá umgerð, sem náttúran gefur þeim. En til hvers er allt þetta munuð þið spyrja. Rað íyiá segja að nátt- úrufriðun hafi þrefalt gildi: hags- munalegt, náttúrufræðilegt og upp- eldislegt, skal það nú athugað nokkru nánar. Pví verður eigi með rökum neit- að, að ýmis friðun náttúruverð- mæta hefur beinan hagnað í för rneð sér. Þegar hefur verið drepið á hver hagur sé að friðun veiði- dýra nokkurn hluta ársins. Eigi óverulegt tjón mundi verða að því, ef æðardúnsframleiðsla landsins hyrfi úr sögunni, en skilyrði henn- ar ep einmitt að fuglinn sé friðað- ur. Á líkan hátt gerir friðun skóga

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.