Dvöl - 01.10.1938, Síða 23

Dvöl - 01.10.1938, Síða 23
D V Ö L 261 þá verðmætari, og eykur nota- gildi þeirra. Enn meiri er þó óbeini hagnaðurinn af friðuninni. Ef samræmi milli tegunda í nátt- úrunni haggast, sem oft verður bæði við rányrkju og ræktun, þá er hætta á að annaðhvort skaða- dýrum fjölgi, eða tilteknum nytja- jurtum fækki svo að til vandræða horfi fyrir jarðyrkju á stórum svæðum. Þessa hefur vart orðið í þaulyrktum löndum eins og t. d. Danmörku. Þannig hefur útrým- ing ránfugla valdið því að nag- dýrum hefur fjölgað mjög og gera þau mikið tjón. Ræktun lands og breyting villigróðurs í akur- lendi hefur valdið fækkun þeirra skordýra, sem ötullegast vinna að frævun blómanna og mætti telja fleira þessu líkt. Pá má nefna heimsóknir ferðamanna í sam- bandi við þessi atriði. Ef fögrum eða einkennilegum stöðum er spillt, leita þangað færri og um leið missir landið þær tekjur, sem ferðamannastraumurinn veitir. Enn meira en þjóðhagsgildið er hið náttúrufræðilega gildi, sem náttúrufriðunin hefur í för með sér. I5að er kunnara en frá þurfi að segja, hversu margar tegundir dýra hafa dáið út vegna óbil- gjarnrar eyðingar af mannanna hálfu. Suður í Evrópu nægir að minna á úruxann og vísundinn, en oss íslendingum ætti að vera hugstæðast dæmi geirfuglsins. Peir menn, sem að velli lögðu liina síðustu geirfugla hafa að vísu þá afsökun, að þeir vissu ekki hví- líkt óhappaverk þeir voru að vinna, að þeir voru þar að ráða niðurlögum merkilegrar tegundar, en það er líka hin eina afsökun þeirra. En sagan endurtekur sig. Enn eru víða uin lönd reknar veið- ar ýmissa dýra af því ofurkappi, að enginn veit hvenær síðustu ein- staklingarnir verða að velli lagðir, þrátt fyrir aðvaranir náttúrufræð- inganna. Ekki má gleyma því í þessu sambandi, hvert gildi það hefur fyrir náttúrufræði landsins að eiga geyrnd ósnortin svæði af landinu, þar sem geymd eru eins- konar lifandi náttúrugripasöfn, og þar sem oft er unt á tiltölulega litlu svæði að kynna sér smá- mynd af heildarnáttúru landsins. Síðast en ekki sízt tel ég upp- eldisgildi náttúrufriðunarinnar. Ég gat þess fyr, hversu ræktarleysið væri rótgróið í eðli vor Islend- inga. Hvert það starf, sem unnið er til að draga úr því er til þarfa unnið. Hver sá maður, er venur sig á að skoða einhvern hlut eða stað friðhelgan, ræktar með því blett í sálu sinni, sem verður hon-i um til andlegrar heilsubótar. ís- lenzka ríkið er ungt, og fæð okkar og fátækt veldur því, að oss er flestum þjóðum erfiðara að halda sjálfstæði voru. Pað sem mesta möguleika veitir oss þar til, er að vér í hvívetna sýnum oss sem sanna menningarþjóð, en friðun náttúruverðmæta og góð umgengni um fagra staði er hvort-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.