Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 30

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 30
268 D V ð L Pétri fannst loftið blandast ó- lyfjan. Á þetta höfðu þau forstjór- inn og María horft. Pétur stóð höggdofa nokkur augnablik. Svo fann hann eitthvað bresta í sjálf- um sér. „Raderingar eftir . . . byrj- aði forstjórinn. Pétur þreif í öxl hans. Stórt, veðurbarið andlit færðist nær og nær forstjóranum, varð ferlegt og tröllaukið. Pétur herti á takinu og sló um leið forstjórann, svo að hann riðaði við. Hann sló aftur með tryll- ingsafli. Forstjórinn hné meðvit- undarlítill á gólfið. Lágt ískur brauzt fram af vörum Péturs. Forstjórinn reyndi að snúa höfð- inu eða bæra hendurnar í varnar- skyni. Hver hreyfing hans, liver stuna espaði Pétur, og hann hélt áfram, þangað til íorstjórinn var löngu hættur að hreyfa sig. Pegar Pétur kom heim, lá María á legubekknum. Hún sneri fram og hafði stungið höndunum væru- kær undir vanga sér. Hún lézt sofa og bærði ekki á sér. Pétur leit, á hana, en nam um leið stað- ar á miðju gólfi. Hann sleppti ckki augunum af henni. Geðs- lrræring hans hvarf. Allt, sem á undan var gengið, þokaðist burt fyrir nýjum, óþekktum tómleik. í tillit hans iagðist undrun og von- brigði. Jú, María hvíldi þarna, hún, kionan lians, sem hann hafði rétt áðan barizt fyrir eins og líf- inu í brjósti sér. Pví fór hann ekki til hennar og sagði henni allt af létta? En hann hreyfðist ekki úr sporunum. María undraðist þögnina og leit upp. Hún sá, að svip hans var brugðið. Henni datt strax í hug, að nú hefði hann heyrt eitthvað nýtt um sig, og sá, að réttast væri að uppræta það undir eins. Hún Lokaði öðru auganu kankvís. ,,Péti“, sagði hún gælulega, „ætlar þú ekki að heilsa?“ Pét- ur þagði; hann þekkti vel þessa rödd, en í fyrsta sinni aðskildist h'ún í eyrum hans, og hann heyrði óviðkunnanlegan uppgerðarhreim. „Ég má bíða og bíða eftir þér, og Loks, þegar þú kemur, þá læt- urðu sem þú sjáir mig ekki“. Pétur óskaði, að hann hefði aldrei sagt, að María væri yndis- lega barnaleg, þegar h'ún setti á sig stút. Hún var ekkert barn, hún María. Eitthvað skylt hlátri kom upp í hug hans, en hvarf jafnskjótt fyrir þreytuleiða. María fann, að það var eitthvað meir en lítið að Pétri, en um leið brosti hún með sjálfri sér Iöngu, sigurvissu brosi. Hún kúnni því vel að þurfa einu sinni að leggja sig í framkróka, veiða sér auð- sveipni og aðdáun. María átíi meðfædjda hæfikika, og þeir höfðu þroskazt við bíó- ferðir og breytta aðstöðu. Hún gekk til hans. „Ég hefi setið og stoppað sokk- ana þína í allan dag“. Hún horfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.